31.05.2018 19:04

Togarinn Ottó N Þorláksson RE 203 kveður.

Skuttogarinn Ottó N Þorláksson RE 203 kom úr sinni síðustu veiðiferð fyrir H.B. Granda hf. s.l. sunnudag með fullfermi. Ottó var seldur Ísfélagi Vestmannaeyja hf í desember á síðasta ári og verður skipið afhent nýjum eigendum nú um mánaðarmótin. Ottó N Þorláksson RE var smíðaður hjá Stálvík hf í Garðabæ árið 1981 fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur hf. 485 brl. 2.400 ha. MaK vél. Hefur alla tíð verið mikið afla og happaskip og verður það væntanlega fyrir sína nýju eigendur.


1578. Ottó N Þorláksson RE 203 á útleið frá Reykjavík.         (C) Þórhallur S Gjöveraa. 24 sept 2015.


Ottó N Þorláksson RE 203 á útleið.                                     (C) Þórhallur S Gjöveraa. 24 sept 2015.


Ottó við Ægisgarð í morgun. Búinn að skila sínu og vel það.  (C) Þórhallur S Gjöveraa. 31 maí 2018.


2895. Viðey RE 50 tilbúin að taka við hlutverki Ottós.         (C) Þórhallur S Gjöveraa. 31 maí 2018.


Hið nýja skip, Viðey RE 50 við bryggju í Örfirisey.      (C) Þórhallur S Gjöveraa. 26 desember 2017.

       Ottó N Þorláksson RE 203
        seldur til Vestmannaeyja

HB Grandi hefur selt ísfisktogarann Ottó N. Þorláksson RE 203 til Ísfélags Vestmannaeyja. Söluverðið er 150 milljónir króna og verður það greitt við afhendingu sem fer fram eigi síðar en 31. maí næstkomandi.
Ottó N. Þorláksson var smíðaður árið 1981 í Garðabæ og hefur skipið reynst afburðar vel.

Af vefsíðu H.B. Granda hf. 29 desember 2017.


               Aflaskip kveður
            Viðey RE tekur við

Ísfisktogarinn Ottó N. Þorláksson RE kom til Reykjavíkur sl. sunnudag með fullfermi. Þetta var síðasta veiðiferð þessa mikla aflaskips fyrir HB Granda en í stað þess kemur nýsmíðin Viðey RE.
Ottó N. Þorláksson hefur verið farsælt aflaskip. Það var smíðað í Stálvík í Garðabæ árið 1981. Skipstjóri hefur verið Jóhannes Ellert Eiríksson en hann tók við togaranum fyrir 24 árum. Ottó N. Þorláksson er nú í slipp í Reykjavík þar sem nýir eigendur taka við honum í vikunni.
Viðey hefur eftir komuna frá Tyrklandi í desember sl. verið á Akranesi þar sem starfsmenn Skagans 3X hafa unnið að uppsetningu nýs, sjálfvirks lestarkerfis, aðgerðaraðstöðu á millidekki og stillingu á ýmsum tölvubúnaði. Er rætt var við Jóhannes Ellert skipstjóra var verið að taka veiðarfæri um borð í Reykjavík en stefnt er að því að togarinn fari í reynslusiglingu fyrir sjómannadag og svo á veiðar í framhaldinu.

Af vefsíðu H.B. Granda hf. 29 maí 2018.


Flettingar í dag: 326
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 276
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1057972
Samtals gestir: 76542
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 17:27:57