05.06.2018 20:18
Hátíð hafsins í Reykjavíkurhöfn.
Hátíðarhöld í tilefni sjómannadagsins voru haldin í flestum byggðarlögum landsins um síðustu helgi. Það var mikið um dýrðir í Reykjavíkurhöfn að vanda og fólk naut þess sem í boði var. H.B. Grandi hf bauð gestum og gangandi upp á kaffi og kökur í frystigeymslu sinni í Örfirisey og einnig upp á grillaðan karfa og súpu, vel gert hjá þeim. Einnig var boðið upp á andlitsmálun og tattú fyrir yngri kynslóðina. Svo var líka í boði að skoða hina ýmsu furðufiska og einnig okkar mestu nytjafiska sem féll oft á tíðum sérstaklega vel í kramið hjá þeim yngri. Ég tók þessar myndir á hátíð hafsins, fólkinu, skipunum og flestu því sem fyrir augað bar.







Hátíðarhöld sjómannadagsins í Örfirisey.
Kaffi og kökur í boði H.B. Granda hf.
Einstaklega viðkunnanleg eldri hjón sem sátu á móti mér í veislusal Granda. Því miður veit ég ekki nöfn þeirra hjóna, en elskulegt og gott viðmót skein af þeim.
Yngsta kynslóðin fékk andlitsmálun og tattú.
Hluti af flota H.B. Granda hf við bryggjuna í Örfirisey.
Sá nýjasti í flota H.B. Granda hf, 2895. Viðey RE 50. TFJI við Bótarbryggju.
Fjölmennt á Bótarbryggju. (C) Þórhallur S Gjöveraa. Reykjavíkurhöfn 3 júní 2018.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30