07.06.2018 07:53

549. Harpa RE 177.

Vélbáturinn Harpa RE 177 var smíðaður í Opsanger í Noregi árið 1916 fyrir Helga Helgason útgerðarmann í Reykjavík. Eik og fura. 29 brl. 46 ha. Bolinder vél. Seldur árið 1921, Magnúsi Thorberg (bróður Helga) og var báturinn þá gerður út frá Ísafirði. Sama nafn og númer. Árið 1927 er báturinn í eigu Íslandsbanka. Seldur 1927-29, Rannveigu Oddsdóttur, Árna Magnússyni og Magnúsi Eiríkssyni á Ísafirði, hét Harpa ÍS 20. Ný vél, (1939) 64 ha. Tuxham vél. Seldur 1930, Þorgeiri Jóelssyni og Sigurði Sveinssyni í Vestmannaeyjum hét Harpa VE 288. Seldur 27 ágúst 1932, Ásbergi Kristjánssyni á Ísafirði, hét þá Harpa ÍS 42. Var um skeið notaður sem djúpbátur á Ísafjarðardjúpi. Seldur 30 desember 1942, Ásgeiri Guðnasyni og Sölva Ásgeirssyni á Flateyri, sama nafn og númer. Seldur 1945, Sigurði Péturssyni í Kúvíkum í Strandasýslu, hét Harpa ST 105. Ný vél (1947) 115 ha. Caterpillar díesel vél. Seldur 11 nóvember 1953, Jóhannesi Kristjánssyni í Stykkishólmi, hét Harpa SH 9. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 26 nóvember árið 1965.


Vélbáturinn Harpa RE 177.                                                                           Ljósmyndari óþekktur.


Harpa ÍS 42. Var djúpbátur á Ísafjarðardjúpi um skeið.                                Ljósmyndari óþekktur.


Djúpbáturinn Harpa við bryggju á Ísafirði sumarið 1939.                                                     (C) HRB.

       Vélbáturinn Harpa RE 177

Vélbátur, sem heitir Harpa, er nýlega kominn hingað til Reykjavíkur. Báturinn hefir verið smíðaður í Bergen, og ber 30 smálestir. Eiga þeir hann bræðurnir, Magnús Thorberg og Helgi Helgason hjá Zimsen. Formaður er Andrés Guðnason og sigldi hann bátnum hingað á 6 sólarhringum. Mun það vera hin hraðasta vélbátsferð milli Íslands og útlanda.

Morgunblaðið. 28 maí 1916.


Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 2218
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1192980
Samtals gestir: 83719
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 10:59:06