09.06.2018 18:13

M. s. Gullfoss ll. TFGA. Líkan.

Farþegaskipið Gullfoss ll var smíðaður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn árið 1950 fyrir hf Eimskipafélag Íslands. 3.858 brl. 4.025 ha. B & W díesel vél, 2.960 Kw. Var skipinu hleypt af stokkunum 8 desember árið 1949 og var svo afhentur eigendum sínum 27 apríl árið eftir. Gullfoss var seldur til Beirút í Líbanon árið 1973. Endalok skipsins urðu þau að það eyðilagðist í eldsvoða á Rauðahafi 18 desember árið 1976 og sökk þar. Hét þá Mecca og var í pílagrímsflutningum frá Jeddah í Saudi Arabíu til Port Sudan í Súdan. Mannbjörg varð. Líkanið af Gullfossi er í sjóminjasafninu Víkinni. Glæsilegt handverk.


Líkan af Gullfossi ll í Sjóminjasafninu Víkinni.


Gullfoss ll Líkan.


Gullfoss ll Líkan.


Gullfoss ll Líkan.


Gullfoss ll Líkan.


Gullfoss ll Líkan.                                                                        (C) Þórhallur S Gjöveraa. 9 júní 2018.


M.s. Gullfoss ll á siglingu.                                                                        Mynd á póstkorti. Í minni eigu.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30