09.07.2018 17:25
Hrefna MB 93. LBHS / TFWH.
Vélbáturinn Hrefna MB 93 var smíðaður í Köge í Danmörku árið 1917 sem Valborg MB 93. 36 brl. 56 ha. Tuxham vél. Upphaflegir eigendur voru Halldór Jónsson í Aðalbóli Akranesi, Davíð Þorsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, báðir af Skaganum og Brynjólfur Árnason úr Reykjavík frá sama ári. Fljótlega varð Halldór einn eigandi bátsins. Seldur 1924, Þórði Ásmundssyni útgerðarmanni á Akranesi og Brynjólfi Nikulássyni einnig frá Akranesi, hét þá Hrefna MB 93. Þórður eignaðist bátinn einn síðar. Ný vél (1927) 70 ha. Delta vél. Ný vél (1935) 120 ha. Delta vél. Báturinn var lengdur árið 1939, mældist þá 42 brl. Einnig var sett ný vél í bátinn, 340 ha. GM díesel vél. Árið 1946 hét báturinn Hrefna AK 93. Ný vél (1952) 132 ha. GM díesel vél. Seldur 2 maí 1962, Jóni Sigurðssyni í Reykjavík, hét þá Hrefna RE 186. Talinn ónýtur og tekinn af skrá árið 1963.


Tveir bátar af Skaganum við bryggju á Siglufirði með fullfermi árið 1940. Báturinn við bryggjuna er Fylkir MB 6, skipstjóri er Njáll Þórðarson. Hrefna MB 93 liggur utan á honum. Skipstjóri á Hrefnu var Jóhannes Sigurðsson. Ljósmyndari óþekktur.
Hrefna MB 93 á síldveiðum. Ljósmyndari óþekktur.
Tveir bátar af Skaganum við bryggju á Siglufirði með fullfermi árið 1940. Báturinn við bryggjuna er Fylkir MB 6, skipstjóri er Njáll Þórðarson. Hrefna MB 93 liggur utan á honum. Skipstjóri á Hrefnu var Jóhannes Sigurðsson. Ljósmyndari óþekktur.
Ofsaveður af
suðaustan í Reykjavík
Aftaka suð-austanveður gerði hér í gærkvöldi og stóð fram
yfir miðnætti. Tvo mótorbáta rak á land við grandagarðinn; annar þeirra var
Valborg frá Akranesi, hinn heitir Álftin. Tvær fiskiskútur slitnuðu úr
norðurgarðinum en skemdust ekki. Tveir mótorbátar sem lágu fyrir akkerum,
slóust saman og skemdust nokkuð.
Vísir. 18 nóvember 1920.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30