16.07.2018 18:43
Percy ÍS 444. LBMC / TFMI.
Percy ÍS 444 við bryggju á Ísafirði. Ljósmyndari óþekktur.
Aflabrögð
Ísafjarðarbáta
»Percy« lagði eigi á veiðar héðan fyrr en í lok janúar,
sömuleiðis tveir bátar Sigurðar Þorvarðssonar. »Kári« sameinuðu verslana fór og
suður í byrjun febrúar. Hinir bátarnir munu hafa haldið út syðra frá
janúarbyrjun fram undir lok marsmánaðar. »Gissur hvíti« er aflahæstur, hefir
fengið meiri afla en áður hefir fengist á báta þessa fyrir sama tíma.
»Hermóður«, »Sjöfn«, og einkum »Percy« er byrjaði eigi veiðar fyrr en í
febrúar, hafa og allir aflað prýðisvel. Auk þess, sem hér er talið, hafa og
ýmsir bátanna selt fisk til matar í Reykjavík, eins og áður, og er engin
skýrsla til um hve miklu það hefir numið.
Ísafirði, 17. apríl 1926. Kr. J.
Ægir. 5 tbl. 19 árg. 1 maí 1926.
Vélbáturinn
"Percy" sekkur
Mannbjörg
ÍSAFIRÐI í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS.
Vjelbáturinn "Percy" sökk um hádegi í dag út af Sauðanesi. Áhöfn bátsins
bjargaðist á land. Verið var að flytja kol á "Percy'' úr flutningaskipinu
"Bisp", frá Önundarfirði til Súgandafjarðar og var báturinn hlaðinn kolum,
er hann sökk. Eigendur bátsins eru Högni Gunnarsson, útgerðarmaður, Bjarni
Þorsteinsson, skipstjóri bátsins og Gísli Hannesson, sem var vjelstjóri á
bátnum.
Percy var 44 smálestir brúttó að stærð. Hann var tryggður hjá
Vjelbátaábyrgðarfjelagi Ísfirðinga fyrir 27,500 krónur.
Morgunblaðið. 6 nóvember 1935.