22.07.2018 15:09

Guðjón Pétur GK 191.

Vélbáturinn Guðjón Pétur GK 191 var smíðaður hjá Johan Drage í Saltdal í Noregi árið 1930. Eik og fura. 24 brl. 45 ha. Rapp vél. Eigandi var Sigurður Pétursson útgerðarmaður í Keflavík frá 21 apríl sama ár. Ný vél (1933) 80 ha. June Munktell vél. Báturinn var seldur árið 1935, Jóni Halldórssyni á Akranesi, hét þá Rjúpan MB 56. Bátinn rak á land á Akranesi í óveðri 19 nóvember árið 1936 og eyðilagðist.


V.b. Guðjón Pétur GK 191 sennilega við komuna til landsins 30 apríl 1930.      Ljósmyndari óþekktur.

       V.b. Guðjón Pétur GK 191

Nýr vjelbátur kom hingað í gær frá Noregi, eftir 5 1/2 sólarhrings siglingu frá Lófóten. Báturinn er eign Sigurðar Pjeturssonar í Keflavík, og er smíðaður hjá Johan Drage í Saltdal í Noregi, eftir fyrirmælum Óttars Ellingsens kaupmanns í Reykjavík. Er báturinn nokkru stærri og traustari heldur en báturinn sem kom til Keflavíkur í vetur frá sömu skipasmíðastöð. Hann er 57 fet á lengd, 20 smálestir og í honum er 45 hestafla Rapp-vjel .

Morgunblaðið. 1 maí 1930.

         Aftakaveður á Skaganum

Eftir hið harða landsynningsrok 11. marz 1935, þegar ekkert varð að bátum á Krossvík, töldu menn víkina örugga. Sömuleiðis lágu mótorbátar og »Fagranesið« (flutningaskip) þar, í útsunnanveðrinu og briminu 7. apríl sl., en þá skullu 2 skip saman, því á keðjum mun hafa tognað. En hvað skeður nú? Hinn 19. nóv. sl., var hér aftaka veður, brim og flóðhæð meiri en elztu menn muna. Þá rak Fagranes í land og mb. »Ægir« M. B. 96 og »Rjúpan« M. B. 56, er svo brotin, að ekki verður við hana gert. Hún lá á Lambhússundi, hin 2 á Krossvik.

Ægir. 12 tbl. 1 desember 1936.


Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30