22.07.2018 15:09
Guðjón Pétur GK 191.
V.b. Guðjón
Pétur GK 191
Nýr vjelbátur kom hingað í gær frá Noregi, eftir 5 1/2
sólarhrings siglingu frá Lófóten. Báturinn er eign Sigurðar Pjeturssonar í
Keflavík, og er smíðaður hjá Johan Drage í Saltdal í Noregi, eftir fyrirmælum
Óttars Ellingsens kaupmanns í Reykjavík. Er báturinn nokkru stærri og traustari
heldur en báturinn sem kom til Keflavíkur í vetur frá sömu skipasmíðastöð. Hann
er 57 fet á lengd, 20 smálestir og í honum er 45 hestafla Rapp-vjel .
Morgunblaðið. 1 maí 1930.
Aftakaveður
á Skaganum
Eftir hið harða landsynningsrok 11. marz 1935, þegar ekkert
varð að bátum á Krossvík, töldu menn víkina örugga. Sömuleiðis lágu mótorbátar
og »Fagranesið« (flutningaskip) þar, í útsunnanveðrinu og briminu 7. apríl sl.,
en þá skullu 2 skip saman, því á keðjum mun hafa tognað. En hvað skeður nú?
Hinn 19. nóv. sl., var hér aftaka veður, brim og flóðhæð meiri en elztu menn
muna. Þá rak Fagranes í land og mb. »Ægir« M. B. 96 og »Rjúpan« M. B. 56, er
svo brotin, að ekki verður við hana gert. Hún lá á Lambhússundi, hin 2 á
Krossvik.
Ægir. 12 tbl. 1 desember 1936.