23.07.2018 10:18

1410. Dagrún ÍS 9. TFYM.

Skuttogarinn Dagrún ÍS 9 var smíðaður hjá S.I.C.C.Na. Chantiers Navals skipasmíðastöðinni í Saint Malo í Frakklandi árið 1974. 499 brl. 1.800 ha. Crepelle PSN SSR, 1.324 Kw. Smíðanúmer 137. Eigandi var Baldur hf í Bolungarvík frá 24 janúar sama ár. Kom til heimahafnar, Bolungarvíkur 4 febrúar 1975. Skipið var selt 25 febrúar 1995, Útgerðarfélaginu Ósvör hf í Bolungarvík, sama nafn og númer. Ný vél (1996) 2.203 ha. Deutz MWM vél (árg. 1984),1.620 Kw. Selt 1998, Þorbirni hf í Grindavík, hét Ernir BA 29. Árið 2000 er skipið í eigu Sjóvá Almennra trygginga hf í Reykjavík. Selt 2002, Arnarflutningum ehf í Reykjavík, sama nafn og númer en skipið skráð á Bíldudal. Sama ár er skipinu breytt í flutningaskip. Selt 2004, Frakki ehf á Ísafirði, hét þá Ernir ÍS 710 og orðið aftur fiskiskip. Skipið var selt til Uruquay í suður Ameríku 16 júní árið 2005.


1410. Dagrún ÍS 9.                                                                                         Ljósmyndari óþekktur.

       Skuttogarinn Dagrún ÍS-9

Aðfaranótt þriðjudagsins 4. þ.m. kom skuttogarinn Dagrún ÍS-9 til heimahafnar sinnar, Bolungarvíkur. Dagrún er hið glæsilegasta skip, vandað að öllum frágangi og útbúnaði og búið hinum fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum, sem og öryggisbúnaði. Stærð skipsins er 500 tonn. Það er smíðað í Frakklandi. Á heimsiglingu reyndist skipið ágætlega. Skipstjórar verða 2, þeir Hávarður Olgeirsson og Vilhelm Annasson. 1. vélstjóri er Kjartan Bjarnason og stýrimaður Sigurður Pétursson. Eigandi togarans er Baldur h.f. í Bolungarvík. Framkvæmdastjóri er Guðfinnur Einarsson.

Ísfirðingur. 7 febrúar 1975.


Dagrún ÍS 9 með fullfermi í erlendri höfn.     (C) Facebooksíða fyrrverandi áhafnarmeðlima skipsins.

                  Dagrún ÍS 9

4. febrúar sl. kom skuttogarinn Dagrún ÍS 9 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Bolungarvíkur, og er þetta fyrsti skuttogarinn, sem Bolvíkingar eignast. Dagrún ÍS er byggð hjá frönsku skipasmíðastöðinni S.I.C.C.Na. Chantiers Navals í Saint-Malo, Smíðanúmer 137 hjá stöðinni, og er annar skuttogarinn sömu gerðar, sem þar er byggður fyrir íslenzka aðila. Sá fyrri er Sólberg ÓF 12 (sjá 20 . tbl. '74). Dagrún ÍS er eign Baldurs hf., í Bolungarvík. Dagrún mælist 500 rúmlestr, mesta lengd 50.73 m, breidd 10.30 m, dýpt að efra þilfari 7.15 og dýpt að neðra þilfari 4.90 m. Lestarrými skuttogarans er um 440 m3 , sem skiptist í sjókæligeyma (ca 90 m3) aftast, en hinn , hluti lestar (ca. 350 m3 ) er útbúin fyrir kassa að mestu. Brennsluolíugeymar eru um 119 m3 að stærð og ferskvatnsgeymar 39 m3 Í skipinu eru andveltgeymar (Flume stabilization System), staðsettir aftarlega í skipinu, aftan við Vélarum. Aðalvél er frá Crepelle, 1.800 hö, tengd Citroen-Messian niðurfærslugír og Lips skiptiskrúfubúnaði. Utan um skrúfu er skrúfuhringur, sem tengdur er stýrisvél skipsins. Tveir rafalar eru drifnir af aðalvél  um niðurfærslugír, 250 Kw jafnstraumsrafall fyrir vindur og  230 KVA, 3x 380 V fyrir rafkerfi skipsins. Hjálparvélar eru tvær Baudouin, 155 ha, með 130 KVA rafölum, en auk þess er 100 KW jafnstraumsrafall á annarri hjálparvélinni til vara fyrir vindur. Rafalar eru allir frá LeRoy. Stýrisvél svo og vindur skipsins eru frá Brusselle. Af öðrum búnaði má nefna Atlas ferskvatnsframleiðslutæki, Finsam ísvél, blóðgunarkör, þvottakör og færibönd á vinnuþilfari. Helztu tæki í stýrishúsi eru:
Ratsjár: 2 Decca RM 926, 64 sml.
Miðunarstöð: Taiyo TD-A130.
Loran: Simrad LC, sjálfvirkur Loran C.
Gyroáttaviti: Anschiitz.
Sjálfstýring: Anschutz.
Vegmælir: Sagem.
Dýptarmælir: Simrad EQ 38 með MA botnstækkun.
Fisksjá: Simrad CI.
Asdik: Simrad SB 2.
Netsjá: Simrad FB2 kapalmælir með EQ 50 sjálfrita og FI botnþreifara.
Talstöð: Sailor T 122/R105, 400 W S.S.B.
Örbylgjustöð: Simrad VHFon, PC 3.
Sjálfrita fyrir netsjá er mögulegt að tengja inn á sjálfstætt botnstykki og nota sem dýptarmæli. Að öðru leyti er vísað í lýsingu á Sólbergi ÓF (20. tbl. '74), en þessir tveir skuttogarar eru byggðir eftir sömu teikningu, fyrirkomulag það sama, svo og véla- og tækjabúnaður, að undanskildum ratsjám og hluta af fiskileitartækjum. Sá búnaður, sem er umfram í Dagrúnu og nefna ber sérstaklega, eru sjókæligeymar í ca. 1/5 hluta lestar og andveltigeymar, en vegna þeirra eru brennsluolíugeymar ca. 30 m3 minni í Dagrúnu.
Skipstjórar á Dagrúnu ÍS eru Hávarður Olgeirsson og Vilhelm Annasson og 1. vélstjóri Kjartan Bjarnason. Framkvæmdastjóri útgerðar er Guðfinnur Einarsson. Ægir óskar eigendum og áhöfn til hamingju með skipið.

Ægir. 9 tbl. 15 maí 1975.


Flettingar í dag: 1882
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1192284
Samtals gestir: 83672
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:39:31