07.08.2018 09:24
554. Hávarður ÍS 160. TFDX.
Vélbáturinn Hávarður ÍS 160. (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.
Nýr bátur
til Súgandafjarðar
Súgfirðingum bættist glæsilegur vélbátur 29. f. m. Hann
heitir Hávarður og hefir fengið einkennistölu ÍS-160. Eigandi bátsins er ísver
h.f. Hávarður er 76 rúmlestir, eikarbátur, smíðaður í Brensodda í Vejle. Guðni
Jóhannsson sigldi bátnum heim, en skipstjóri verður Kristján Ibsen, vélstjóri
Guðmundur Jónsson. Hávarður byrjar vertíð í þessari viku. Hann er búinn öllum
nýtízku tækjum og er hið fríðasta skip.
Vísir. 5 febrúar 1960.
Hávarður ÍS 160 á strandstað á Meðallandssandi í apríl 1967. Ljósmyndari óþekktur.
Bátur
strandar á Meðallandssandi
Mannbjörg
varð
Líkur að bjarga megi bátnum
Vélbáturinn Hávarður ÍS-160 sem er 77 tonn að stærð,
strandaði um kl. 11 í fyrrakvöld skammt vestan við Eldvatnsós á
Meðallandssandi. Báturinn sendi þegar út neyðarkall og barst
Slysavarnarfélaginu í Reykjavík tilkynning um strandið kl. 11:10. Eftir fyrstu
staðarákvörðun bátsins var álitið, að hann væri strandaður skammt austan
Mýrnatanga við Álftaver og var því björgunarsveitin í Álftaveri þegar kölluð
út, en henni til aðstoðar björgunarsveitirnar í Meðallandi og Mýrdal. Í ljós
kom litlu síðar, að báturinn var strandaður á allt öðrum stað, því að tilkynnt
var frá bænum Fljótum að glampi frá ljóskastara sæist við ströndina, skammt
vestan við Eldvatnsós. Voru þá björgunarsveitirnar frá Álftaveri og Mýrdal
kallaðar aftur, en björgumarsveitin í Meðallandi fór á vettvang. Gekk björgunin
mjög greiðlega og var öll áhöfn bátsins, sem er sex menn, komin í land um kl.
4. Áformað er að reyna að ná bátnum út og var varðskip komið á strandstað í
gær, og átti að gera tilraun til að draga bátinn út. Mbl. átti í gær stutt
símtal við Sigurgeir Jóhannsson, formann björgunardeildarinnar í Meðallandi, og
bað hann að lýsa björgunarstarfinu.
Sigurgeir kvað björgunardeildina hafa fengið tilkynningu um strandið um kL
11:30, og var þá haldið að strandstaðurinn væri skammt frá Mýrnatanga. Það var
þó frjótlega leiðrétt, og hélt þá björgunarsveitin þegar áleiðis að hinuim
rétta stað. Kafaldsmugga var og tafði nokkuð förina, en þeir sem áttu styðzt að
fara voru komnir á strandstaðinn um tvö leytið, en hinir, sem lengra þurftu að fara,
laust fyrir kl. 3. Báturinn var þá komin mjög nærri landi sagði Sigurgeir, en
skipverjar höfðu látið línu reka að landi og þurftum við því ekki annað en
ganga frá björgunartækjum. Tókum við mennina í land í björgunarstól, og hefur
það ekki tekið nema 10-15 mínútur að bjarga allri áhöfninni. Ég tel miklar
líkur á þvi að hægt sé að bjarga bátnum, því að hann liggur réttur fyrir og
snýr stefni í land. Þarna er aðeins um að ræða mjúkan sand, og er því lítil
hætta á að báturinn brotni, nema að aftökuveður geri, sagði Sigurgeir að
endingu. Ekki liggur Ijóst fyrir með hvaða hætti báturinn strandaði, en sem
fyrr segir var mikil snjókoma og skyggni ákaflega slæmt Skipbrotsmennirnir sex
voru allir fluttir að Bakkakoti, þar sem Sigurgeir býr, og voru þeir þar yfir nóttina.
Í gærmorgun fór svo skipstjórinn, Magnús Stefánsson, ásamt tveimur mönnum á
strandstaðinn til að athuga allar aðstæður til björgunar.
Morgunblaðið. 23 apríl 1967.