15.08.2018 09:27
Kirkella H 7. MACF3.
Hulltogarinn Kirkella H 7 var smíðaður hjá Mykleburst Shipyard í Gursken í Noregi árið 2018 fyrir Onward Fishing Company Ltd í Hull. 4.113 brl. 3.600 Kw Rolls Royce vél. Skipið er 81 m. á lengd og 16 m. á breidd. Haukur Sigtryggur Valdimarsson sendi mér þessar myndir af Kirkellu þegar skipið lagðist að bryggju á Akureyri í gærkvöldi. Skipið er einnig í eigu Samherja í gegn um dótturfélög þess í Bretlandi. Kirkella er systurskip Cuxhaven NC 100 og Berlin NC 105 sem gerð eru út af DFFU í Cuxhaven í Þýskalandi og Emeraude sem er í eigu Euronor í Boulogne og Compagnie de Péches í St. Malo í Frakklandi. Þakka Hauki fyrir sendinguna, glæsilegt skip.

Kirkella H 7 við bryggju á Akureyri í gærkvöldi. (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


Kirkella H 7. (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.

Dótturfélög Samherja í Evrópu. Heimasíða Samherja hf.
Kirkella H 7 við bryggju á Akureyri í gærkvöldi. (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Kirkella H 7. (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Kirkella H 7. (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Dótturfélög Samherja í Evrópu. Heimasíða Samherja hf.
Erlend
starfsemi Samherja
Samherji hefur tekið þátt í
sjávarútvegi í öðrum löndum frá árinu 1994, eitt sér eða í samstarfi með öðrum.
Samherji á hlut í og tekur virkan þátt í rekstri nokkurra útvegs- og
fiskvinnslufyrirtækja í Evrópu og frá árinu 2007 teygir erlend starfssemi
sig einnig til Afríku. Erlend starfsemi er rúm 55% af
heildarstarfsemi félagsins.
Af heimasíðu Samherja hf.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30