18.08.2018 10:13
S. t. Marconi H 777.
Botnvörpungurinn Marconi H 777 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1903. 261 brl. 70 n.h.p. (400 ha ?) þriggja þjöppu gufuvél, smíðuð hjá C.D. Holmes & Co Ltd í Hull. Smíðanúmer 36. Eigandi var Francis & Thomas Ross Ltd í Hull frá sama ári. Skipið var 130 ft á lengd, 22 ft á breidd og djúprista var 12 ft. Togarinn strandaði við Hofsnes í Öræfum 6 mars árið 1909. Áhöfninni, 18 mönnum var bjargað í land af Öræfingum. Það þótti nýlunda að á þessum togara voru fimm ungir íslendingar sem höfðu ráðið sig á skipið til að læra vinnubrögð á togurum. Marconi varð ekki bjargað.





Hulltogarinn Marconi H 777 á strandstað í Öræfum. Ljósmyndari óþekktur.
Trollið tekið á Marconi H 777. (C) Steve Goodhand.
Skipverjar á Marconi með stórlúðu í þessu holi. (C) Steve Goodhand.
Skipverjar í aðgerð. Virðist vænn fiskur hjá þeim. (C) Steve Goodhand.
Marconi H 777 í Reykjavíkurhöfn. Esjan er greinileg í baksýn. (C) Steve Goodhand.
Skipströnd
Tveir útlendir botnvörpungar hafa strandað í
Skaftafellssýslu snemma í þessum mánuði. Öðru strandinu olli ásigling annars
botnvörpungs, braut hann gat á skipið, svo það varð að hleypa til lands á
Hvolsfjöru í Mýrdal. Það skip var þýzkt og hét Brandenburg. Einn maður druknaði
af því skipi, en 11 björguðust.
Hitt skipið var enskt og hét Marconi, Það strandaði fram undan Fagurhólsmýri í
Öræfum. Þar björguðust allir mennirnir, 18, og eru 5 af þeim íslendingar.
Enn strandaði botnvörpungur 18. þ. m. við Fossfjöru á Síðu. Menn björguðust.
Fjallkonan. 11 tbl. 27 mars 1909.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30