21.08.2018 10:10
E. s. Vaagen. JLKW.
Eimskipið Vaagen var smíðað hjá Akers Mekaniske Verksted A/S í Kristianiu (Osló) í Noregi árið 1872 fyrir Jonassen & Gabrielsen í Stavanger í Noregi. Járn. 201 brl. 125 ha. 2 þennslu gufuvél, smíðuð hjá Akers Mekaniske Verksted. Smíðanúmer 67. Árið 1889 er G. C. Gabrielsen í Stavanger einn eigandi Vaagen. Ottó Wathne stórkaupmaður á Seyðisfirði tók Vaagen á leigu árið 1888 og keypti það síðan í apríl árið 1896 ásamt bróður sínum, Tönnes Wathne sem var svo skipstjóri á Vaagen um tíma. Skipið var skráð í Stavanger. Vaagen var í áætlunarferðum frá Kaupmannahöfn til Stavanger og einnig til Björgvin. Þaðan fór skipið beint til Berufjarðar og síðan um verslunarstaðina á Norðausturlandi til Akureyrar. Árið 1901 var síðasta árið sem Vaagen var í Íslandsferðum á þeirra vegum, því að Ottó Wathnes erfingjar seldu skipið það ár, Jens Gran & Sön í Bergen. Árið 1904 er Vaagen komið í eigu Einars Gran og fl. í Bergen. Selt 4 janúar 1915, Martin Egeland í Stavanger og Bergen. Skipið strandaði við Longstone eyjar (Farne islands) við norðaustur strönd Englands og eyðilagðist. Var Vaagen þá á leið frá Leith í Skotlandi til Dunkerque í Frakklandi með kolafarm.

Málverk af S.S. Vaagen. (C) Stavanger maritime museum.
Gufuskipið "Vaagen" á Eyrarbakkahöfn. (C) Oline Lefolii / Byggðasafn Árnesinga.
Ottó Wathne
og járngufuskipið "Vaagen"
Landssjóði var það ofvaxið áleit þingið í sumar að leigja
skip til strandferða hjer við land. En norskur kaupmaður einn á Austfjörðum,
Otto Wathne , og ekki auðugur nema í meðallagi, hefir gert það ár eptir ár
einsamall. Hann hefir í þetta sinn leigt gufuskipið »Vaagen« árlangt, bæði til
milliferða hjer innanlands og til Noregs, Færeyja og Skotlands, styrklaust af
almannafje. Hann mundi ekki gera það ár eptir ár, ef hann hefði stórskaða af
því. Þar að auki hafði hann annað gufuskip á leigu í sumar 2-3 mánuði.
Leyndardómurinn er sá, að maðurinn er óíslenzkur að áræði og framtakssemi.
Ísafold. 30 september 1891.
Ottó Wathne
kaupir "Vaagen"
Austri segir að Ottó Wathne muni búinn að kaupa gufuskipið
"Vaagen" fyrir 28.000 krónur.
Heimskringla. 9 apríl 1896.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30