24.08.2018 10:14
Von VE 279.
Mótorbáturinn Von VE 279 var
smíðaður í (Álasundi ?) í Noregi árið 1919. Eik og fura. 26 brl. 60 ha. Finnoy
vél. Hét áður Dönning . Eigendur voru Vigfús Jónsson, Guðmundur Vigfússon, Jón
Vigfússon og Ingi Kristmannsson í Vestmannaeyjum frá 1928. Keyptur það ár frá
Noregi. Ný vél (1935) 80 ha. Skandía vél. Seldur 15 nóvember 1944, Svavari
Víglundssyni útgerðarmanni í Neskaupstað, hét Von NK 93. Svavar flutti til
Hafnarfjarðar árið 1952, sama nafn og númer. Talinn ónýtur og tekinn af skrá og
rifinn árið 1955.
26 ágúst árið 1939 var í síðasta
sinn farið til súlna í Eldey og mátti þá litlu muna að slys hlytist af.
Björguðust þá sjö menn sem í eyjuna fóru á síðustu stundu. Það voru þrettán
Vestmannaeyingar sem fóru þessa ferð á mótorbátnum Von VE 279. Það má
lesa um þetta björgunarafrek í Eldey í þrautgóðir á raunastund ll bindi, bls.
94.
Von VE 279 í Vestmannaeyjahöfn. Ljósmyndari óþekktur.
Von NK 93 á Norðfirði sumarið 1944. (C) Björn Björnsson.