03.09.2018 20:24
B. v. Hafstein ÍS 449. LCKG / TFND.
Botnvörpungurinn Hafstein ÍS 449
var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1919. Hét
fyrst Michael Mcdonald og var í eigu breska flotans. 313 brl. 600 ha. 3 þennslu
gufuvél. Seldur sama ár Hudson Brothers Ltd í Hull, fær nafnið Kanuck H 123.
Togarinn var seldur h/f Græði á Flateyri árið 1925 og fær nafnið Hafstein ÍS
449. Kom til landsins 19 febrúar það ár. Árið 1935 er skráður eigandi Gnótt h/f á Flateyri. Seldur árið 1938 Gnótt
h/f á Grundarfirði. Seldur 1939, h/f Mars í Hafnarfirði, fær nafnið Hafstein RE
156. Seldur í júlí 1944, Einari Einarssyni í Grindavík, hét Hafstein GK 363. Í
október sama ár er Ólafur E Einarsson h/f í Keflavík eigandi skipsins. Selt h/f
Vestra í Reykjavík árið 1945. Selt 1948 Díeselskipi h/f í Reykjavík. Selt sama
dag Selvik p/f í Saurvogi í Færeyjum, hét Havstein VA 16. Togarinn var seldur í
brotajárn til Danmerkur árið 1955 og rifinn í Odense sama ár.
B.v. Hafstein ÍS 449. Málverk. Málari J.B.
Botnvörpungurinn Hafstein ÍS 449. (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
Botnvörpungurinn
Hafstein ÍS 449
"Hafstein" heitir nýr togari, sem Ísfirðingar hafa
keypt í Englandi. Er hann kominn hingað. Skipið er nálega 140 fet á lengd og
fjögurra ára gamalt. Skipinu verður haldið út hjeðan nú á vertíðinni, annars er
heimilisfang þess á Flateyri við Önundarfjörð. Heitir fjelagið "Græðir,"
sem á skipið og er framkvæmdarstjóri þess Sigurjón Jónsson alþingismaður.
Morgunblaðið. 20 febrúar 1925.