11.09.2018 17:55

Reykjavíkurhöfn í dag.

Það er oftast mikið líf í Reykjavíkurhöfn, fjórir H.B. Granda togarar í höfn, Engey RE 1, Akurey AK 10 Örfirisey RE 4 og Viðey RE 50. Helga María AK 16 liggur við Ægisgarð skrúfulaus að ég held og Steinunn SF 10 við Bótarbryggjuna. Eins og Tómas Guðmundsson skáld orti í denn; "skipin koma og skipin fara sinn veg" Orð að sönnu hjá Reykjavíkurskáldinu.


2895. Viðey RE 50. TFJI við Grandagarð.


Engey RE 1, Akurey AK 10 og Örfirisey RE 4 við bryggju í Örfirisey.


2449. Steinunn SF 10. TFVA við Bótarbryggjuna.


1868. Helga María AK 16. TFDJ við Ægisgarðinn.


Helga María AK 16 við Ægisgarð.                                (C) Þórhallur S Gjöveraa. 11. september 2018.
Flettingar í dag: 6750
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1327
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 1436911
Samtals gestir: 92330
Tölur uppfærðar: 21.8.2025 12:30:19