16.09.2018 06:54
268. Aldan MB 77.
Vélbáturinn Aldan MB 77 var smíðaður í Frederikssund í
Danmörku árið 1931. Eik, beyki og fura. 26 brl. 96 ha. Tuxham vél. Eigendur
voru Brynjólfur Nikulásson, Sigurður Hallbjarnarson og Jóhann Ellert Jósepsson
á Akranesi frá marsmánuði sama ár. Ný vél (1938) 90 ha. Bolinder vél. Árið 1947
var umdæmisstöfum hans breytt í AK 77. Seldur 11 febrúar 1948, Valdimar
Stefánssyni og fl. Í Stykkishólmi og Trondi Jakobsen í Færeyjum, hét þá Aldan
SH 177. Ný vél (1949) 100 ha. June Munktell vél. Seldur 19 maí 1949, Guðmundi
Jóni Magnússyni og Páli Janusi Þórðarsyni á Suðureyri við Súgandafjörð, hét
Aldan ÍS 127. Seldur 28 maí 1952, Guðmundi J Magnússyni í Reykjavík, hét Aldan
RE 327. Ný vél (1962) 165 ha. General Motors díesel vél. Ný vél (1973) 174 ha.
General Motors díesel vél. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 5 desember árið
1975.
Vélbáturinn Aldan MB 77. (C) Ljósmyndasafn Akraness.
268. Aldan RE 327. (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.
V.b. Aldan
MB 77
Nýr vélarbátur kom til Akraness í nótt frá Danmörku.
Báturinn fór frá Færeyjum á fimmtudag og var menn farið að lengja eftir honum,
og í gærkveldi var útvarpað tilmælum til skipa frá sendiherra Dana um að
svipast að bátnum og veita honum aðstoð, ef á þyrfti að halda. En það er annars
af bát þessum að segja, að hann var kominn undir land, þegar hvessti svo, að
hann varð lengi að láta reka, en skipverjum leið vel og ekkert varð að bátnum.
Brynjólfur Nikulásson á Akranesi o. fl. eru eigendur bátsins, en Eggert
Kristjánsson & Co. önnuðust kaupin í Danmörku.
Vísir. 18 febrúar 1931.