17.09.2018 17:59
B. v. Kári Sölmundarson RE 153. LCJG / TFQD.
Botnvörpungurinn Kári Sölmundarson RE 153 var smíðaður hjá
Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1920 fyrir
Fiskiveiðahlutafélagið Kára í Reykjavík. 344 brl. 600 ha. 3 þennslu gufuvél.
Smíðanúmer 425. Árið 1924 flytur Kárafélagið aðstöðu sína úr Reykjavík, út í
Viðey. Við þann flutning fær togarinn skráningarnúmerið GK 153. Frá árinu 1931
er Útvegsbanki Íslands eigandi togarans eftir að Kárafélagið í Viðey fór í
þrot. Skipið var selt árið 1933, hf Alliance í Reykjavík, hét Kári RE 111.
Seldur í ágúst 1946, Klaksvíkur Fiskvinnufélag A/S í Klaksvík í Færeyjum, hét
þar Barmur KG 363. Talinn ónýtur og seldur í brotajárn til Odense (Óðinsvé) í
Danmörku árið 1955.
B. v. Kári Sölmundarson RE 153 í höfn á Patreksfirði. (C) Ólafur Jóhannesson.
Botnvörpungurinn Kári Sölmundarson RE 153
Nýr botnvörpungur kom hingað í gærmorgun. Heitir sá Kári
Sölmundarson og er eign hlutafélagsins "Kára" í Reykjavík.
Framkvæmdastjóri þess er Þorsteinn
Jónsson. Skipið er hið vandaðasta. Skipstjóri er Aðalsteinn Pálsson.
Morgunblaðið. 11 ágúst 1920.
B. v. Kári Sölmundarson GK 153. (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
B. v. Kári RE 111. Úr safni Einars Ásgeirssonar.
Togarinn Barmur KG 363. ex Kári RE 111. Ljósmyndari óþekktur.
Kári
Sölmundarson í kolaflutningum til Grænlands
Mr. Crumrine hefir leigt botnvörpunginn Kára Sölmundarson til þess að fara norður undir Angmagsalik á Grænlandi, þar sem Grænlandsfarið Gertrud Rask er enn í ísnum og er nú kolalaus. Fer Kári með 150 tonn kola. Horfur eru nú sagðar heldur betri á því, að Gertrud Rask komist inn til Angmagsalik.
Morgunblaðið. 12 ágúst 1924.