22.09.2018 08:26

374. Drífa RE 18.

Vélbáturinn Drífa RE 18 var smíðaður af Magnúsi Guðmundssyni skipasmið í Skipasmíðastöð Reykjavíkur árið 1929 sem Glaður GK 405. Eik og fura. 22 brl. 50 ha. Skandia vél. Fyrstu eigendur voru Einar Jónasson, Egill Jónasson og fl. í Ytri Njarðvík og Keflavík. Hét þá Glaður GK 405 eins og áður segir. Ný vél (1934) 90 ha. June Munktell vél. Seldur 24 maí 1945, Halldóri Jónssyni í Ólafsvík, hét Glaður SH 67. Kristmundur Halldórsson eignast hlut í bátnum 15 júní árið 1951. Ný vél (1954) 150 ha. General Motors vél. Seldur 13 september 1956, Jóni Þórarinssyni í Reykjavík, hét þá Drífa RE 18. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 14 maí árið 1965.


Drífa RE 18 á siglingu.                                                   (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.


Glaður GK 405. Á innfeldu myndinni er Magnús Guðmundsson skipasmiður.    Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30