28.09.2018 10:23
1451. Stefnir ÍS 28 í slipp.
1451. Stefnir ÍS 28. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 27 sept. 2018.
1451. Stefnir ÍS 28. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 27 sept. 2018.
1451. Stefnir ÍS 28 við Grandagarð. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 26 ágúst 2015.
Skuttogarinn
Gyllir ÍS 261
16. marz sl. kom skuttogarinn Gyllir ÍS 261 til heimahafnar
sinnar, Flateyrar, í fyrsta sinn. Gyllir ÍS er byggður hjá Flekkefjord Slipp og
Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord, Noregi, smíðanúmer 121, og er sjöundi
skuttogarinn sem þar er byggður fyrir íslendinga. Skuttogari þessi er byggður
eftir sömu teikningu og er í megindráttum eins og skuttogarinn Guðbjörg ÍS 46,
sem er sjötti í röðinni. Fimm þeir fyrstu voru 3.30 m styttri en Guðbjörg ÍS,
en að öðru leyti byggðir eftir sömu teikningu. Eigandi Gyllis ÍS er
Útgerðarfélag Flateyrar h.f.
Skipig er byggt skv. reglum Det Norske Veritas í flokki + 1A1, Stern Trawler,
Ice C, + MV. Skipið er skuttogari með tveimur þilförum milli stafna og
skutrennu upp á efra þilfar. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með 4
vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir
brennsluolíu, íbúðir framskips, fiskilest, vélarúm og aftast skutgeymar fyrir
brennsluolíu. Undir íbúðum og fiskilest eru botngeymar fyrir brennsluolíu,
ferskvatn og sjókjölfestu. Aftan við stafnhylkið eru keðjukassar, en asdikklefi
er fremst í fiskilest. Fremst í vélarúmi eru and-veltigeymar frá Ulstein. Á
neðra þilfari er fremst stafnhylki, en þar fyrir aftan íbúðir. Aftan við íbúðir
er vinnuþilfar með fiskmóttöku og stýrisvélarrúmi aftast fyrir miðju. Til
hliðar við fiskmóttöku og stýrisvélarrúm eru verkstæði, vélarreisn og geymsla.
Framarlega á efra þilfari er þilfarshús, en til hliðar við það eru lokaðir
gangar fyrir bobbingarennur. Í þilfarshúsi er íbúð skipstjóra, klefi fyrir
ísvél og klefi fyrir togvindumótor, auk salernis fyrir yfirmenn. Yfir
þilfarshúsi og göngum er hvalbaksþilfar, sem nær aftur fyrir afturgafl
þilfarshúss. Aftan við þilfarshús er togþilfarið. Vörpurenna kemur í framhaldi
af skutrennu og greinist hún í tvær bobbingarennur, sem liggja í göngum og ná
fram að stefni. Aftarlega á togþilfari eru síðuhús (skorsteinshús). Yfir
afturbrún skutrennu er toggálgi, en yfir frambrún skutrennu er bipodmastur sem
gengur niður í síðuhúsin. Aftarlega á hvalbaksþilfari er brú skipsins.
Aðalvél
skipsins er MAK, gerð 8M452 AK, 1780 hö við 375 sn/mín, sem tengist gegnum
kúplingu við skiptiskrúfubúnað frá Hjelset, gerð RKT 60/260. Skrúfa skipsins er
3ja blaða, þvermál 2.150 mm, og utan um hana er skrúfuhringur. Í skipinu er fullkominn
búnaður til svartolíubrennslu og er þetta fyrsta íslenzka fiskiskipið sem
þannig er búið frá upphafi. Framan á aðalvél er Framo deiligír, gerð WG3, sem
við tengjast tvær 98 ha Brusselle háþrýstidælur fyrir vökvavindur og ACEC
jafnstraumsrafall fyrir togvindumótor, 243 KW, 400 V, 1500 sn/ mín.
Hjálparvélar eru tvær Volvo Penta, gerð TAMD 120 AK, 245 hö við 1500 sn/mín.
Hvor vél knýr Stamford riðstraumsrafal, 207 KVA, 3x230 V, 50 Hz. Við aðra
hjálparvélina er einnig tengd 65 ha háþrýstidæla, varadæla fyrir vökvavindur,
en við hina hjálparvélina tengist 49 KW jafnstraumsrafall, vararafall fyrir
togvindumótor. Stýrisvél er rafstýrð vökvaknúin frá Tenfjord, gerð L-155-2ESG.
Helztu tæki í stýrishúsi eru: Ratsjá: Kelvin Hughes 18/12 (3 cm), 64 sml. Ratsjá:
Kelvin Hughes 19/12 (10 cm), 64 sml. Miðunarstöð: Taiyo TD-A130. Loran: Decca
DL 91, sjálfvirkur Loran C, með 350 T skrifara. Gyroáttaviti: Anschútz,
Standard VI. Sjálfstýring: Anschútz. Vegmælir: Sagem. Dýptarmælir: Simrad EQ
50. Dýptarmælir: Simrad EK 38 með MA botnstækkun og 10 kw púlssendi. Fisksjá:
Simrad CI. Asdik: Simrad SB 2. Netsjá: Simrad FB með EQ 50 sjálfrifa og FI
botnþreifara og 2.000 m kapal. Talstöð: Sailor T122/R105, 400 W SSB. Örbylgjustöð:
Sailor RT 143.
Skipstjóri á Gylli ÍS er Grétar Kristjánsson og 1. vélstjóri Halldór
Stefánsson. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Jón Gunnar Stefánsson.
Rúmlestatala 431 brl.
Mesta lengd 49.85 m.
Lengd milli lóðlína 44.00 m.
Breidd 9.50 m.
Dýpt að efra þilfari 6.60 m.
Dýpt að neðra þilfari 4.35 m.
Lestarrými 438 m.3
Brennsluolíugeymar 123 m3
Skiptigeymar (br.olía/sjókjölf.) 28 m.3
Ferskvatnsgeymar 37 m.3
Skipaskrárnúmer 1451.
Tímaritið Ægir. 14 tbl. 15 ágúst 1976.