Frystitogari Síldarvinnslunnar hf í Neskaupstað, Blængur NK 125 er nú í yfirhalningu hjá Slippstöðinni á Akureyri eftir góða 40 daga veiðiferð á Íslandsmiðum. Skipt verður um togspil togarans og ýmsar breitingar verða gerðar á millidekki og í lest skipsins. Áætlað er að verkinu muni ljúka um miðjan nóvember. Hér eru nokkrar myndir teknar af og um borð í skipinu þar sem það lá við Slippstöðvarbryggjuna á Akureyri á dögunum. Það var bróðir minn, Alexander S Gjöveraa sem tók þær og þakka ég honum fyrir það. Fallegt skip Blængur og vel við haldið eins og hinum skipum Síldarvinnslunnar, eins og ávalt hefur verið gert í gegn um tíðina.
1345. Blængur NK 125 við Slippstöðvarbryggjuna á Akureyri.
Nýju togspilin af Naust marine gerð.
Aðalvél skipsins, 5.000 ha. Wartsiila, árgerð 2000. Hrenni vélstjóri notar tímann til viðhalds hennar.
Í vélarrúmi Blængs NK.
Á millidekki togarans.
Flökunar og roðvél á millidekki.
Í frystilest skipsins.
Úr eldhúsinu.
Í borðsalnum.
Í brú skipsins.
Í brúnni.
Ekki má gleyma heita pottinum. Friðrik Vigfússon vélstjóri stendur við pottinn.

1345. Blængur NK 125. TFXD. Glæsilegt skip. (C) Alexander S Gjöveraa.
Blængur NK með góðan túr og síðan í slippFrystitogarinn Blængur NK kom til
Neskaupstaðar í gær að aflokinni 40 daga veiðiferð en hann millilandaði á
Akureyri 27. september sl. Aflinn í veiðiferðinni var 900 tonn upp úr sjó eða
29.000 þúsund kassar. Aflaverðmætið er 225 milljónir króna. Hér er um að ræða
stærsta túr Blængs á Íslandsmiðum en uppistaða aflans var ufsi og karfi.
Theodór Haraldsson var skipstjóri fyrstu tíu
daga veiðiferðarinnar en síðan tók Bjarni Ólafur Hjálmarsson við. Að sögn
Bjarna Ólafs var jöfn og góð veiði allan tímann.
Að löndun lokinni mun Blængur halda til Akureyrar
þar sem skipið fer í slipp. Áformað er að gera nokkrar breytingar á millidekki
skipsins og eins verður skipt um togspil. Gert er ráð fyrir að skipið verði í
slipp í fjórar vikur.
Facebooksíða
Síldarvinnslunnar hf
15 október 2018.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.