15.12.2018 20:13

Síldarbræðslustöð hf. Kveldúlfs á Stekkeyri í Hesteyrarfirði.

Sumarið 1912 var "Skallagrímur" gerður út á síld til Norðurlands og hefst síldarútgerð hf Kveldúlfs  með því. Lagði hann upp afla sinn á Akureyri, ýmist til söltunar eða bræðslu. En sumarið eftir leigði Kveldúlfur síldarstöð á Hjalteyri, tvímælalaust bestu, sem þar var að fá, og gerði á henni miklar umbætur, meðal annars voru byggðar þar fimm hafskipabryggjur á næstu árum. En árið 1924 keypti fjelagið alla Hjalteyrina. Jafnframt síldveiðinni rak fjelagið þar fiskverkun og rekur enn, því að það kaupir jafnan mikið af fiski við Eyjafjörð og á Siglufirði. Á Siglufirði byrjaði fjelagið að leggja upp síld 1916, og var leigt þar pláss, gerðar þrjár hafskipabryggjur og síldarplan, byggð hús handa starfsfólki og því um líkt. Það voru togararnir, sem einkum tóku þátt í síldveiðunum, auk mótorbáta fjelagsins.  Í árslok 1926 keypti Kveldúlfur einhverja fullkomnustu síldarbræðslustöð á Íslandi, verksmiðjuna "Heklu" við Hesteyrarfjörð. Hefir fjelagið síðan stundað síldveiði þaðan með togaraflota sínum og einnig keypt síld af 3-4 öðrum togurum. Á fyrsta starfsári verksmiðjunnar, 1927 vann hún alls úr 65.500 síldarmálum og úr 75.000 málum árið eftir og loks síðastliðið ár úr 84.000 málum.


Síldarstöð Kveldúlfs á Stekkeyri. Kveldúlfstogari og 2 aðrir togarar að landa.  (C) Guðbjartur Ásgeirsson.


Landað úr togara á Stekkeyri á 3 áratugnum.                                    (C) Benedikt R Steindórsson.


Hráefnisþrær verksmiðjurnar fullar. Togarinn Skutull ÍS 449 (vinstra megin) að landa afla sínum. Maðurinn sem stendur á pallinum við miðja mynd er Kjartan Thors forstjóri Kveldúlfs, að ég held örugglega. Úti á firði er kolaskip og 2 Kveldúlfstogarar sitt hvoru megin við skipið að taka kol.

         Stekkeyri í Jökulfjörðum

Meðal afskekktustu staða á Íslandi er Hesteyri í Jökulfjörðum. Upphaf þéttbýlis þar var að Norðmenn settu á stofn hvalstöð á Stekkeyri, skammt innan Hesteyrar, fyrir næstsíðustu aldamót. Árið 1912 var hvalstöðinni breytt í síldarverksmiðju. Þar reis þorp með um hátt í hundrað íbúum að vetrinum en nær 200 manns að sumrinu, þegar síldarverksmiðja Kveldúlfs hf. var í fullum gangi. Verksmiðjunni var lokað skömmu eftir 1940 sem leiddi af sér fólksflótta þar sem öðrum atvinnutækifærum var ekki til að dreifa.
Nokkrir íbúanna þraukuðu áfram í þeirri von að aftur yrði þar atvinnu að hafa en sú von brást. Þar sem fólk þurfti að fara frá öllu sínu gripu sumir til þess ráðs að flytja íbúðarhús sín með. Þau vora tekin í sundur og komið fyrir á nýjum granni á Ísafirði eða í öðram byggðarlögum við Djúp. Eftir stóðu sár í þorpinu þar sem stóriðja hafði verið rekin í 50 ár, allt frá þvi Norðmenn settu upp hvalstöð á Stekkeyri, skammt innan Hesteyrar. Skömmu eftir 1950 fluttu síðustu íbúarnir frá Hesteyri þegar símstöðvarstjórinn og hans fólk pökkuðu saman. Siðan hefur þögnin ein ríkt að vetrinum á Hesteyri. Þrátt fyrir að heilsársbúsetu sé ekki lengur til að dreifa á Hesteyri þá er húsum þar haldið við og á hverju sumri koma þeir sem rætur eiga á staðnum og dvelja um lengri eða skemmri tíma. Fjöldi fyrrverandi íbúa Hesteyrar og afkomenda þeirra heldur tröllatryggð við staðinn og kemur árlega til að dvelja í faðmi vestfirskra fjalla, þar sem náttúra og gamlar minjar mynda skemmtilegan og afar sérstæðan heildarsvip.

Dagblaðið Vísir. 19 júní 2002.


Flettingar í dag: 310
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 2672
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 973493
Samtals gestir: 69400
Tölur uppfærðar: 8.9.2024 05:52:49