23.12.2018 07:18
Landað úr togaranum Gerpi NK 106 í Neskaupstað.
Hér er verið að landa úr togaranum Gerpi NK 106 við innri bæjarbryggjuna í Neskaupstað árið 1957-58. Togarinn var gerður út af Bæjarútgerð Neskaupstaðar frá 16 janúar 1957, þar til hann var seldur hinn 12 júlí árið 1960, hf. Júpíter (útgerð Tryggva Ófeigssonar) í Reykjavík. Hét þar Júpíter RE 161. Gerpir var smíðaður hjá A.G. Weser Werk Seebeck í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1956. 804 brl. 1.470 ha. M.A.N vél. Glæsilegt skip og mönnum sem voru þar skipverjar gegn um tíðina, ber saman um að Gerpir hafi verið afburða gott sjóskip.

Landað úr Gerpi NK 106 í Neskaupstað. (C) Sigurður Guðmundsson.
Gerpir á leið
heim með fullfermi
Neskaupstað í gær.
Togarinn Gerpir er á leið heim með fullfermi af karfa frá Nýfundnalandsmiðum.
Mun hann vera með í kringum 350 tonn.
Landar hann bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað samkvæmt samkomulagi, er gert
hefur verið um löndun beggja togaranna, Gerpis og Brimness á Seyðisfirði og í
Neskaupstað. Bátakjarasamningar hafa verið samþykktir hér. Á fiskverðssamninga
var ekki minnzt, en það þýðir, að verkalýðs- og sjómannafélagið hér sættir sig
við fiskverðssamkomulag það er samninganefndir náðu.
Alþýðublaðið. 18 janúar 1959.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 481
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 2218
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1193101
Samtals gestir: 83731
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 12:47:58