06.01.2019 17:26

B. v. Búðanes SH 1. LBMG / TFYC.

Botnvörpungurinn Búðanes SH 1 var smíðaður hjá Kaldnes Mekaniks Verksted í Tönsberg í Noregi árið 1921 fyrir A/S. Det Norske Damptrawlselskab í Álasundi í Noregi, hét fyrst Aalesund. 374 brl. 578 ha. 3 þennslu gufuvél. Smíðanúmer 49. Skipið var selt h/f Kveldúlfi í Reykjavík í ágúst 1924, hét Snorri goði RE 141. Ný vél (1930) 650 ha. 3 þennslu gufuvél. Seldur 21 júní 1944, Fiskveiðahlutafélaginu Viðey í Reykjavík, skipið hét Viðey RE 13. Selt 7 október 1947, Búðanesi h/f í Stykkishólmi, hét Búðanes SH 1. Selt 1 apríl 1952, Vélum og skipum h/f í Reykjavík. Togarinn var seldur í brotajárn til Granton í Skotlandi og rifinn þar í maí árið 1952.
Snorri goði var upphaflega smíðaður sem selveiðiskip en ekki klárað. Kveldúlfur keypti togarann á nauðungaruppboði í Noregi.
Snorri var ekki gott togskip. Hann var með hraðgenga vél með lítill skrúfu. Til að reyna að bæta úr því var ný gufuvél sett í hann 1930. Eftir að þeir eignuðust systurskipið Gulltopp RE 247 hafi staðið til að skipta um vél í honum en aldrei orðið úr því.


B.v. Búðanes SH 1 á leið í slipp í Reykjavík.                                                Ljósmyndari óþekktur.


Trollið tekið á Viðey RE 13.                                                   (C) Guðbjartur Ásgeirsson.


B.v. Snorri goði RE 141.                                                              (C) Guðbjartur Ásgeirsson.

 Togarafélag stofnað í Stykkishólmi

Togarafélág var stofnað í Stykkishólmi síðastliðinn miðvikudag. Á stofnfundinum var kosin bráðabirgðastjórn, samþykkt lög fyrir félagið og því valið nafnið Búðanes h.f. Í bráðabirgðastjórn félagsins voru kosnir þessir menn: Sigurður Ágústsson, Kristján Bjartmars, Sigurður Steinþórsson, Jóhann Rafnsson og Haraldur Ágústsson. Í varastjórn voru kosnir Kristmann Jóhannsson og Ólafur  Einarsson. Félaginu hefir verið boðinn togarinn Viðey til kaups og hefir stjórn þess verið falið að ganga frá kaupunum.

Vísir. 9 apríl 1947.



Flettingar í dag: 129
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074507
Samtals gestir: 77493
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 11:04:43