13.01.2019 09:39
Arnfirðingur RE 212. LBTN / TFDH.
Vélbáturinn Arnfirðingur RE 212 var smíðaður í Ramsdal í Noregi árið 1917. Fura. 34 brl. 44 ha. Avance vél. Hét fyrst Grettir SI 53 hér á landi og var í eigu Ole Tynes útgerðarmanns og síldarsaltanda á Siglufirði frá árinu 1924. Hét áður Havbryn. Seldur 24 nóvember 1930, Jóni E Sigurðssyni á Akureyri, hét Grettir EA 433. Ný vél (1931) 70 ha. Hera vél. Seldur 10 janúar 1933, Jóhannesi Jónssyni í Reykjavík og Guðmundi Sigurðssyni í Grundarfirði, hét þá Höfrungur RE 53. Ný vél (1933) 110 ha. June Munktell vél. Seldur 26 apríl 1940, Óskari Halldórssyni hf í Vestmannaeyjum, hét Ari RE 53. 6 júní 1941 er báturinn skráður í Kothúsum í Garði, sami eigandi, hét þá Ari GK 371. Seldur 12 maí 1943, Tryggva Ófeigssyni útgerðarmanni í Reykjavík, hét Gestur RE 3. Seldur 16 desember 1944, Friðrik Guðjónssyni á Siglufirði, hét Gestur SI 54. Seldur 27 júní 1949, Magnúsi Guðbjartssyni og Þorsteini Löve í Reykjavík hét Gestur RE 212. Árið 1951 er Daníel Þorsteinsson & Co hf í Reykjavík eigandi bátsins. Seldur 8 júní 1951, Hermanni Kristjánssyni í Reykjavík, hét þá Arnfirðingur RE 212. Ný vél (1954) 150 ha. General Mótors vél. Seldur 12 maí 1955, Gunnari Gíslasyni og Þorláki Arnórssyni í Reykjavík, hét Ísfirðingur RE 319. Mikill eldur kom upp í bátnum 12 janúar árið 1956. Var hann þá á leið til Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum og var kominn vestur fyrir Þorlákshöfn er eldsins varð vart. Áhöfnin, 3 menn, hleyptu bátnum á land og gátu síðan bjargað sér á fleka upp í fjöru heilum á húfi. Ísfirðingur brann og eyðilagðist á strandstað.
Vélbáturinn Arnfirðingur RE 212 liggur utan á togaranum Úranusi RE 343 í Reykjavíkurhöfn. Togarinn Karlsefni RE 24 liggur aftan við Úranus. Ljósmyndari óþekktur.
Þriggja manna áhöfn af bátnum Ísfirðingi var í háska stödd við óbyggða strönd Reykjanesskagans í gær þegar eldur kom upp í bátnum. Norðanstormur var á og ef skipsmenn hefðu ekki viðhaft allar öryggisráðstafanir, er hætt við að þá hefði getað borið með fleka frá landi undan norðanáttinni. En þeir komust allir í land og síðan fótgangandi til Þorlákshafnar.
Vélbáturinn Ísfirðingur frá Reykjavík, 33 smálestir, var í gærdag á siglingu frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Á honum voru þrír menn, Gunnar Gíslason úr Reykjavík, formaður, Þorlákur Arnórsson, vélstjóri úr Vestmannaeyjum og Þórhallur Þorsteinsson frá Akureyri. Gunnar Gíslason skýrði fréttaritara Mbl. frá því, að er þeir voru á siglingu vestur með ströndinni um 300 metra undan landi um kl. 3, hafi hann staðið í stýrishúsinu og hafi sér virzt sem hann fyndi reykjarlykt. Fóru þeir að athuga það, opnuðu dyrnar að káetunni og stóð þá út úr dyrunum logi og reykur. Þegar þetta gerðist voru þeir skammt frá svolítilli vík í ströndina, er nefnist Keflavík, um 4 km vestur af Þorlákshöfn. Fyrst gerðu þeir tilraunir til að slökkva eldinn, en sáu fljótt, að það yrði þýðingarlaust, því að svo magnaður var hann. Stefndu þeir þá skipinu upp að landi, þar til það kenndi grunns um 50 metra frá fjöruborði. Lending þarna er afleit, fjaran stórgrýtt, en nokkuð hlé var þar, því að stormur var að norðan. Þó var súgur.
Við sáum, að ekki varð neitt við eldinn ráðið, hélt Gunnar áfram frásögn sinni. Brösuðum við nú við að ná út flekanum, sem var tréfleki með grind. Var hann bundinn og allþungur, svo að við áttum í erfiðleikum með hann, en komum honum þó loks út. Í fyrstu höfðum við í huga, að fara allir út á flekann, en það varð okkur til happs, að við gerðum það ekki, því að hætt er við. að okkur hefði þá getað borið undan storminum og á haf út Þess í stað höfðum við meiri varúðarráðstafanir. Fór Þorlákur einn út á flekann og hafði haka, sem hann ýtti sér með að landi. Fest var færalína í flekann og sáum við að það var vissulega öruggara, því að straumur var þarna mikill og rak flekann vestur með ströndinn. Munaði oft litlu að stormurinn þrifi hann og bæri út á sjó.
En Þorlákur komst í land, drógum við flekann aftur út að bátnum, en hann hafði þó enda hjá sér í landi og dró okkur upp á þurrt. Þannig tókst þessi björgun giftusamlega, að frásögn formannsins, Gunnars Gíslasonar. Strax og þeir höfðu bjargazt í land ákváðu þeir að yfirgefa hið brennandi flak og ganga til Þorlákshafnar. Gunnar hafði vöknað upp í mitti og varð honum mjög kalt, enda var grimmdarfrost á. En svo vel vildi til, að Þorlákur var í tvennum sokkum þurrum. Fór hann úr öðrum sokkunum og léði Gunnari og gekk ferðin þá betur. Komu þeir til Þorlákshafnar eftir 1 klst. og 20 mínútur. Fengu þeir góðar móttökur hjá forstöðumönnum Meitils hf, þeim Benedikt og Þórarni og voru þar í nótt. Þeir töldu ekki Ijóst, hvort eldurinn hefði komið upp í vélarúmi eða káetu, en þunnt skilrúm er þar á milli. Hugsanlegt er, að eldurinn hafi komið upp í olíukyndingu. Þeir telja að báturinn sé gereyðilagður Þegar þeir skildu við hann logaði út um alla glugga á stjórnklefanum og nokkru síðar heyrðu þeir að sprenging varð í honum, sem þeir teija að hafi verið olíugeymir. Skipbrotsmennirnir kváðust mundu koma til Reykjavíkur í dag.
Vélbáturinn Arnfirðingur RE 212 liggur utan á togaranum Úranusi RE 343 í Reykjavíkurhöfn. Togarinn Karlsefni RE 24 liggur aftan við Úranus. Ljósmyndari óþekktur.
Vélbáturinn Arnfirðingur RE 212 á siglingu. Ljósmyndari óþekktur.
Bátur
brann undan óbyggðri strönd vestur af Þorlákshöfn
en þriggja manna áhöfn Ísfirðings komst í land á fleka móti storminum
en þriggja manna áhöfn Ísfirðings komst í land á fleka móti storminum
Þriggja manna áhöfn af bátnum Ísfirðingi var í háska stödd við óbyggða strönd Reykjanesskagans í gær þegar eldur kom upp í bátnum. Norðanstormur var á og ef skipsmenn hefðu ekki viðhaft allar öryggisráðstafanir, er hætt við að þá hefði getað borið með fleka frá landi undan norðanáttinni. En þeir komust allir í land og síðan fótgangandi til Þorlákshafnar.
Vélbáturinn Ísfirðingur frá Reykjavík, 33 smálestir, var í gærdag á siglingu frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Á honum voru þrír menn, Gunnar Gíslason úr Reykjavík, formaður, Þorlákur Arnórsson, vélstjóri úr Vestmannaeyjum og Þórhallur Þorsteinsson frá Akureyri. Gunnar Gíslason skýrði fréttaritara Mbl. frá því, að er þeir voru á siglingu vestur með ströndinni um 300 metra undan landi um kl. 3, hafi hann staðið í stýrishúsinu og hafi sér virzt sem hann fyndi reykjarlykt. Fóru þeir að athuga það, opnuðu dyrnar að káetunni og stóð þá út úr dyrunum logi og reykur. Þegar þetta gerðist voru þeir skammt frá svolítilli vík í ströndina, er nefnist Keflavík, um 4 km vestur af Þorlákshöfn. Fyrst gerðu þeir tilraunir til að slökkva eldinn, en sáu fljótt, að það yrði þýðingarlaust, því að svo magnaður var hann. Stefndu þeir þá skipinu upp að landi, þar til það kenndi grunns um 50 metra frá fjöruborði. Lending þarna er afleit, fjaran stórgrýtt, en nokkuð hlé var þar, því að stormur var að norðan. Þó var súgur.
Við sáum, að ekki varð neitt við eldinn ráðið, hélt Gunnar áfram frásögn sinni. Brösuðum við nú við að ná út flekanum, sem var tréfleki með grind. Var hann bundinn og allþungur, svo að við áttum í erfiðleikum með hann, en komum honum þó loks út. Í fyrstu höfðum við í huga, að fara allir út á flekann, en það varð okkur til happs, að við gerðum það ekki, því að hætt er við. að okkur hefði þá getað borið undan storminum og á haf út Þess í stað höfðum við meiri varúðarráðstafanir. Fór Þorlákur einn út á flekann og hafði haka, sem hann ýtti sér með að landi. Fest var færalína í flekann og sáum við að það var vissulega öruggara, því að straumur var þarna mikill og rak flekann vestur með ströndinn. Munaði oft litlu að stormurinn þrifi hann og bæri út á sjó.
En Þorlákur komst í land, drógum við flekann aftur út að bátnum, en hann hafði þó enda hjá sér í landi og dró okkur upp á þurrt. Þannig tókst þessi björgun giftusamlega, að frásögn formannsins, Gunnars Gíslasonar. Strax og þeir höfðu bjargazt í land ákváðu þeir að yfirgefa hið brennandi flak og ganga til Þorlákshafnar. Gunnar hafði vöknað upp í mitti og varð honum mjög kalt, enda var grimmdarfrost á. En svo vel vildi til, að Þorlákur var í tvennum sokkum þurrum. Fór hann úr öðrum sokkunum og léði Gunnari og gekk ferðin þá betur. Komu þeir til Þorlákshafnar eftir 1 klst. og 20 mínútur. Fengu þeir góðar móttökur hjá forstöðumönnum Meitils hf, þeim Benedikt og Þórarni og voru þar í nótt. Þeir töldu ekki Ijóst, hvort eldurinn hefði komið upp í vélarúmi eða káetu, en þunnt skilrúm er þar á milli. Hugsanlegt er, að eldurinn hafi komið upp í olíukyndingu. Þeir telja að báturinn sé gereyðilagður Þegar þeir skildu við hann logaði út um alla glugga á stjórnklefanum og nokkru síðar heyrðu þeir að sprenging varð í honum, sem þeir teija að hafi verið olíugeymir. Skipbrotsmennirnir kváðust mundu koma til Reykjavíkur í dag.
Morgunblaðið. 13 janúar 1956.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 136
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074514
Samtals gestir: 77494
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 11:41:22