19.01.2019 18:52
743. Sigurður AK 107. TFEY.
Nýr bátur
til Akraness
Akranesi, 22. Janúar. Hér höfðu safnazt saman 50-60 manns
við höfnina um kl. 1 sl. nótt. Nýi báturinn, Sigurður A.K. 107, var að kom frá
Danmörku. Hann er smíðaður hjá Frederiksund Skibs værft, sem Eggert
Kristjánsson stórkaupmaður er umboðsmaður fyrir hér á landi. Sigurður vaggaði
sér hægt og rólega í 1 1/2 klst. úti fyrir hafnargarðinum, með íslenzka fánann
við hún á aftursiglu og nafnveifu bátsins á þeirri fremri. Tollfulltrúinn var
um borð að afgreiða skipið. Að því búnu lagðist þetta glæsta skip að
hafnargarðinum og fögnuðu menn því af alhug. Útgerðarmaður bátsins er Ólafur
Sigurðsson og er nafn skipsins eftir föður hans.
Báturinn er 90 lestir, smíðaður úr eik. Aflvél er 385 ha. Alfa Diesel.
Hjálparvél er 30 ha. Í skipinu er Decca-radar 48 mílur, og dýptarmælir og
síldarleitartæki frá Simrad. Þá eru í skipinu sjálfvirk stýristæki. 75 w
Petersen talstöð og miðunarstöð er í skipinu ásamt síma. Skipið er hitað upp
með rafmagni og rafmagnseldunartæki eru um borð.
Einar Guðmundsson skipstjóri sigldi skipinu heim, en skipstjóri verður Einar
Árnason, er áður var með vélskipið Sigrúnu.
Vélskipið Valþór GK 25 á strandstað við Keflavík. Ljósmyndari óþekktur.
Tvö bátsströnd á sama tíma
Færeyskt skip náðist óskemmt á flot við Álftanes
Suðurnesjabátur að brotna í stórgrýttri fjöru við Keflavík
Tveir bátar strönduðu um sama leytið í fyrrinótt.
Suðurnesjabátur við Keflavík og færeyskur út af Álftanesi. Hinun síðarnefnda
tókst fljótlega að ná á flot aftur, en Suðurnesjabáturinn velkist nú um í
stórgrýttri fjöru við Stekkjarhamar og allar aðstæður til björgunar hinar
erfiðustu. Engin slys urðu á mönnum í hvorugu strandinu. Það var milli kl.
12-01 í fyrrinótt að vb. Valþór GK 25 var á leið út úr Keflavík, að hann mun
hafa fengið netatrossur í skrúfuna með þeirn afleiðingum, að báturinn rak
stjórnlaust upp í fjöru við Stekkjarhamar, sem er litlu innan við
fiskimjölsverksmiðjuna. Björgunarsveitin Stakkur í Keflavík var kölluð út og
kom fljótlega á staðinn, en ekki kom þó til hennar kasta, því að átta manna
áhöfn bátsins komst í land af sjálfsdáðum. Að sögn fréttaritara Mbl. í Keflavík
liggur báturinm strandaður í stórgrýttri fjöru, og er útlitið ekki gott með
björgun. Þarna var í gær talsverður norðaustan strekkingur og báturinn var á
talsverðri hreyfingu i fjörunni, þannig að telja má líklegt að hann sé þegar
mikið brotinn.
Valþór GK var 87 lesta eikarbátur, smíðaður í Danmörku 1960 og eru eigendur
hans Magnús Þórarinsson og fleiri í Garði. Báturinn var á netaveiðum. Um sama
leyti og Slysavarnarfélaginu barst tilkynning um strand Valþórs við Stekkjarhamar,
barst tilkynning um að færeyska skipið Pétur í Görðunum væri strandað við
Álftanes. Björgunarsveitin Fiskaklettur í Hafnarfirði var send á vettvang,
hluti út á Álftanesið og annar hópur með hafnarbát Hafnarfjarðarhafnar vegna
þess að fyrstu upplýsingar sögðu að hanm væri strandaður utarlega á Álftanesi.
Síðar kom í ljós, að báturinn hafði strandað yzt á Lönguskerjum í Skerjafirði.
Var björgunarskipið Goðinn fenginn til að fara á vettvang. Björgunarskipið kom
á staðinn um 3 leytið í fyrrinótt og rúmum þremur tímum síðar losnaði færeyska
skipið af strandstað eftir að Goðinn hafði togað í það. Í gæmorgum var búið að
kafa undir skipið og kanna skemmdir, en þær reyndust engar vera. Pétur á
Görðunum er stálskip og var nýkomið frá Færeyjum til að fara á veiðar hér við
land.
Morgunblaðið. 25 mars 1973.