20.01.2019 09:46

M. b. Von NK 58.

Mótorbáturinn Von NK 58 var smíðaður í Romsdal í Noregi árið 1917. Fura, trénegldur. 24 brl. vélartegund og stærð óþekkt. Þessi bátur kom hingað til lands með Norðmönnum sem stunduðu á honum fiskveiðar og flutninga fyrir Norður og Austurlandi. Guðmundur Gíslason útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði keypti bátinn 26 janúar árið 1930, hét þá Von SF 49. Báturinn var seldur sama ár eða árið eftir (1931), Ólafi H Sveinssyni á Eskifirði (ættaður úr Firði í Mjóafirði), hét Von SU ?. Báturinn var seldur í desember 1931, Guðjóni Símonarsyni útgerðarmanni og fl. í Neskaupstað, hét þá Von NK 58. Ný vél (1932) 80 ha. June Munktell vél. Báturinn slitnaði úr bóli sínu á Norðfirði 25 október árið 1936 í norðvestan roki og rak upp í fjöru og liðaðist þar í sundur og eyðilagðist.


Mótorbáturinn Von NK 58 við bryggju sennilega á Norðfirði.                    (C) Ölver Guðmundsson.
Flettingar í dag: 129
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074507
Samtals gestir: 77493
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 11:04:43