07.02.2019 17:06
2861. Breki VE 61 í slippnum í Reykjavík.
Breki VE 61, togari Vinnslustöðvarinnar hf í Vestmannaeyjum er nú í slipp í Reykjavík. Þar sem ársábyrgð smíðastöðvarinnar er að renna út, þarf að skoða skipið vel ef um einhverja galla í smíði þess sé að ræða. Breki VE 61 er smíðaður hjá Huanghai Shipbuilding Co Ltd í Rongcheng í Kína árið 2017. Skipið er 1.223 bt að stærð með 2.440 ha. MAN vél, 1.795 Kw. Breki er systurskip Páls Pálssonar ÍS 102. Ég tók þessar myndir af togaranum í gær. Breki er glæsilegt skip og hefur að ég held, reynst vel í alla staði.
2861. Breki VE 61. TFMA í slippnum í Reykjavík.
2861. Breki VE 61. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 6 febrúar 2019.
2861. Breki VE 61. TFMA í slippnum í Reykjavík.
2861. Breki VE 61. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 6 febrúar 2019.
Breki brá
sér í borgina
Breki VE var tekinn upp í slipp í Reykjavík í vikunni í
tengslum við skoðun á skipinu í tilefni af því að ársábyrgð kínversku
skipasmíðastöðvarinnar rennur brátt út.
Skipið var afhent Vinnslustöðinni í Kína 13. mars 2018 með ársábyrgð og nú er
það grandskoðað á meðan ábyrgðin varir.
Allt virðist vera í góðu standi og ekkert kom heldur fram við skoðun á þurru
landi í höfuðborginni. Málað var yfir rispur á botninum ,sem flestar urðu
reyndar til þegar skipið var tekið í slipp.
Heimasíða Vinnslustöðvarinnar.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 143
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074521
Samtals gestir: 77495
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 12:33:50