08.02.2019 08:14

1609. Stakfell ÞH 360. TFRJ.

Skuttogarinn Stakfell ÞH 360 var smíðaður hjá Storvik Mekanisk Verksted A/S í Kristiansund í Noregi, (skrokkurinn) en skipið síðan klárað hjá Sterkoder Mekanisk Verksted A/S í Kristiansund í Noregi árið 1982 fyrir Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga hf á Þórshöfn. 471 brl. 2.202 ha. Wichmann vél, 1.619 Kw. Smíðanúmer 95A. Selt 10 mars 1989, Hraðfrystistöð Þórshafnar hf á Þórshöfn, sama nafn og númer. Skipið var selt / leigt 29 september 1997, Arnbæk á Suðurey í Færeyjum, hét þá Sverri Ólason TG. Selt aftur til Þórshafnar 1998, fékk sitt gamla nafn Stakfell ÞH 360. Selt árið 2000, Saami Co Ltd í Murmansk í Rússlandi, hét þá Stakfell M 225. 

Stakfell var selt / leigt árið 1997 til Arnbæk á Suðurey sem Hraðfrystistöð Þórshafnar hf átti hlut í. En kaupin / leigan gekk til baka árið eftir vegna þess að Norðmenn neituðu skipinu um veiðileyfi við Svalbarða vegna veiða þess í Smugunni á árum áður.


1609. Stakfell ÞH 360 á siglingu.                                       (C) Snorri Snorrason. Mynd úr safni mínu.

       Þórshafnartogarinn kominn                            til síns heima

Þórshafnartogarinn svokallaði kom til heimahafnar í gær. Fjölmenntu íbúar kauptúnsins á bryggjuna til að fagna komu hans, enda var gefið frí á vinnustöðum í tilefni dagsins. Togarinn, sem hefur hlotið nafnið Stakfell ÞH 360, er í eigu útgerðarfélags Norður-Þingeyinga. Hluthafar þess eru Hraðfrystistöð Þórshafnar, Kaupfélag Langnesinga, Þórshafnarhreppur, Svalbarðshreppur og Útgerðarfélagið Jökull hf. á Raufarhöfn. Stakfell er smíðað hjá skipasmíðastöðinni Storvik í Kristjánssundi í Noregi. Hið nýja skip er um 473 tonn og rúmir 50 metrar að lengd. Það er búið 2.200 hestafla vél, sem er gerð fyrir brennslu á svartolíu. Kaupverð togarans var 50 milljónir og er þá reiknaður fjármagnskostnaður á byggingartímanum, sem var eitt og hálft ár. Skipstjóri á Stakfelli er Ólafur Aðalbjörnsson.

Dagblaðið Vísir. 29 júní 1982.


Skuttogarinn Stakfell ÞH 360. Fyrirkomulagsteikning.                               Ægir. júní 1982.

            B.v. Stakfell ÞH 360

28. júní s.l. kom skuttogarinn Stakfell ÞH 360 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Þórshafnar. Skipið er hannað hjá Storvik Mek. Verksted A/S í Kristiansund í Noregi, svonefnd S-165 gerð, og fór smíði skrokksins þar fram (smíðanúmer 95), en síðan yfirtók skipasmíðastöðin Sterkoder Mek. Verksted A/S í Kristiansund samninginn og lauk smíði skipsins, og ber skipið smíðanúmer 95A hjá umroddri stöð. Stakfell ÞH er fyrsti skuttogarinn hérlendis eftir þessari teikningu frá Storvik Mek. Verksted, en eldri gerðir frá umræddri stöð (R-155A), þ.e. 9.0 m á breidd og síðar 9.4 m á breidd, eru þekktar hérlendis. Níu skuttogarar í eigu landsmanna eru smíðaðir hjá Storvik Mek. Verksted A/S og er þá Stakfell ÞH ekki meðtalinn. Stakfell ÞH er útbúið afkastamiklum kæliþjöppum og er gert ráð fyrir þeim möguleika að koma fyrir frystitokjum síðar og geyma frystan fisk í lestum. Nefna má sérstaklega að allir svefnklefar (12 talsins) eru búnir baðklefa, en það hefur ekki þekkzt áður í íslenzkum fiskiskipum. Stakfell ÞH er í eigu Útgerðarfélags Norður-Þingeyinga h.f. Skipstjóri á skipinu er Ólafur J. Aðalbjörnsson og 1. vélstjóri Sigurður Vilmundarson. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Páll Árnason.
Mesta lengd 50.75 m.
Lengd milli lóðlína 44.00 m.
Breidd 10.30 m.
Dýpt að efra þilfari 6.75 m.
Dýpt að neðra þilfari 4.50 m.
Eiginþyngd 765 tonn.
Særými (djúprista 4.45 m) 1.188 tonn.
Burðargeta (djúprista 4.45 m) 423 tonn.
Lestarrými 440 m3.
Brennsluolíugeymar (svartolía) 123 m3.
Brennsluolíugeymar (dieseolía) 37 m3.
Daggeymar 4 m3.
Sjókjölfestugeymir (stafnhylki) 39m3.
Ferskvatnsgeymar 62 m3.
Ganghraði (reynslusigling) 13.3 sjómílur.
Rúmlestatala 471 brl.
Skipaskrárnúmer 1609.

Tímaritið Ægir. Júní 1982.


Flettingar í dag: 143
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074521
Samtals gestir: 77495
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 12:33:50