12.02.2019 17:02

589. Hrönn GK 240. TFYM.

Vélbáturinn Hrönn GK 240 var smíðaður í Dráttarbrautinni í Keflavík árið 1944 fyrir Hrönn hf í Sandgerði. 34 brl. 171 ha. Buda vél. Seldur 1962, Þórhalli Árnasyni, Indriða Hjaltasyni og Högna Jónssyni á Skagaströnd, hét Hrönn HU 15. Ný vél (1963) 200 ha. Scania vél. Seldur 1964, Júlíusi Árnasyni og Baldri Árnasyni á Skagaströnd, sama nafn og númer. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 6 september árið 1967. Var svo brenndur stuttu síðar.


Hrönn GK 240 á siglingu á Siglufirði.                                                  Ljósmyndari óþekktur.


Hrönn HU 15.                                                                                                 Ljósmyndari óþekktur.

                    Nýr bátur

Fyrir skömmu var lokið við smíði á nýjum báti í Dráttarbraut Keflavíkur. Báturinn er smíðaður eftir teikningum Egils Þorfinnssonar skipasmiðs. Báturinn er 34 tonn að stærð með 154 / 171 Hk Buda diesel vél, og er allur smíðaður úr eik og frágangur hinn vandaðasti. Raflagnir sá Raftækjavinnustofa Keflavíkur um, en alla aðra vinnu leysti Dráttarbrautin af hendi. Báturinn var smíðaður fyrir hlutafjelagið "Hrönn" í Sandgerði, og hlaut hann nafnið, "Hrönn" GK 240, kostnaðarverð var 350 þúsund krónur. "Hrönn" fór á flot þann 18. þ. mán. og reyndist vel í hvívetna, skipstjóri er Guðmann Guðmundsson úr Sandgerði.

Morgunblaðið. 1 febrúar 1945.


Flettingar í dag: 150
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074528
Samtals gestir: 77495
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 12:58:08