16.02.2019 16:39
Blakknes BA 119. TFAS.
Nýr
Danmerkurbátur til landsins
Síðastliðinn föstudag kom til Hafnarfjarðar nýr mótorbátur
frá Danmörku. Báturinn er eign h.f. Vesturnes á Patreksfirði og heitir
"Blakknes", um 90 lestir að stærð: Áður hefir sama útgerðarfélag keypt
annan bát byggðan hjá sömu skipasmíðastöð. Báturinn var 7 daga frá
Frederikssund í Danmörku til Hafnarfjarðar og reyndist í heimsiglingunni mjög
vel, enda mjög vandaður og traustur, útbúinn öllum nýjustu siglinatækjum.
Skipstjóri á bátnum var Helgi Guðmundsson frá Patreksfirði. Báturinn er byggður
hjá A.S Fredrikssunds Skibsværft, eftir íslenzkum byggingarreglum og undir
eftirliti Bureau Veritas. Vél bátsins er 270 ha. Dieselvél. Talstöð,
dýptarmælir og spil eru öll af beztu gerð. Híbýli áhafnar og skipstjóra mjög
rúmgóð og öllu haganlega fyrir komið. Eggert Kristjánsson & Co. h.f. í
Beykjavik hefir selt bátinn hingað til lands en það verzlunarfyrirtæki er
umboðsmaður A.S Frederikssunds Skibsværft. Eggert Kristjánsson & Go h.f.
hefir nú síðan styrjöldinni lauk selt hingað til landsins 10 fiskibáta frá
35-90 lesta, alla byggða í Danmörku. Þess má geta að smíðanúmer vb.
"Blakknes" hjá skipasmíðastöðinni var nr. 782 en að þeim bát meðtöldum
höfðu 65% af nýbyggingum A.S Frederikssunds Skibsværft verið fyrir Íslendinga,
enda ber öllum saman um, að bátar þessarar skipasmíðastöðvar séu mjög hentugir
til fiskveiða hér við land. Skipasmíðastöðin hefir einnig gjört sér mjög mikið
far um að kynna sér þarfir og óskir íslenzkra fiskimanna vegna þeirra báta er
stöðin hefir byggt fyrir þá. Einnig má geta þess að verð þeirra báta er Eggert
Kristjánsson & Co. h.f. hefir útvegað hingað frá Danmörku hefir verið
töluvert lægra en sambærilegra báta, sem byggðir hafa verið annars staðar.
Vísir. 20 október 1947.
Vélskipið Rifsnes RE 272 að landa síld á Djúpavík. (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
Vélskipið
Gissur hvíti sökk í gær á
svipstundu eftir árekstur í Faxaflóa
Giftusamleg björgun áhafnar
Í gærdag varð sjóslys hér úti í Faxaflóa, er tvö skip rákust
á. Annað þeirra, Gissur hvíti, sem gerður er út frá Borgarnesi, sökk á fáeinum
mínútum. Hitt skipið í árekstri þessum, Rifsnes frá Reykjavík, bjargaði allri
áhöfninni af bátnum, 12 mönnum. Rifsnes sakaði ekki. Árekstur þessi varð um kl.
3 í gærdag um 36 sjómílur frá Reykjavík. Annað skipið, Gissur hvíti var á leið
til Borgarness úr fyrsta róðri sínum á vertíðinni, með um 20 tonn af fiski,
eftir fimm daga útivist. Rifsnes var á leið út á miðin er áreksturinn varð.
Skipstjórinn Gísli Gunnarsson, Vesturgötu 52, var á stjórnpalli. Stefni
Rifsness, sem er járnskip, kom á stjórnborðshlið Gissurar hvíta, rétt aftan við
miðju. Skipverjar á bátnum voru allir uppi, en skipstjórinn Bjarni Gíslason,
Hraunteigi 10, svaf er þetta gerðist og var háseti við stýrið. Skipstjórinn á
Rifsnesi gerði tilraun til að forða árekstrinum, með því að setja á fulla ferð
afturábak, en allt kom fyrir ekki, enda var skammt milli skipanna, sem bæði
höfðu verið á fullri ferð.
Þar sem stefnið kom á stjórnborðshlið Gissurar
hvíta, gekk það 2-4 fet inn í skipið og skipti það engum togum að það tók þegar
að sökkva. En án þess að hreyfa Rifsnes frá þeim stað sem það var, að
árekstrinum afstöðnum, tókst að ná sjö mönnum af 12 manna áhöfn Gissurar hvíta,
upp í Rifsnesið, en fimm fóru í sjóinn. Einn hásetanna á Gissuri hvíta var
lengra frá félögum sínum fimm, sem í sjóinn fóru og hægt var án frekari tafa að
draga upp í skipið. Þessum manni bjargaði einn hásetanna á Rifsnesi, Elís
Bjarnason, Knoxbúðum B-9, með því að synda til hans með línu og bjargaði hann
lífi mannsins. Í samtali sem tíðindamaður Mbl. átti við skipstjórana í
gærkvöldi um klukkan hálf ellefu, er Rifsnes kom til Reykjavíkur, bar þeim
saman um það sem var aðalatriðið, að björgun áhafnarinnar á Gissuri hvíta hefði
ekki getað heppnast betur. Ekkert fum, engin mistök. Um 10 mínútur munu hafa
liðið frá því að áreksturinn varð, þar til skipbrotsmenn voru allir komnir um
boð í Rifsnes, en þá var Gissur hvíti horfinn í djúpið.
Morgunblaðið. 12 febrúar 1954.