24.02.2019 09:07
Þilskipið Erik EA 16.
Fyrirkomulagsteikning af hákarlaskipi. Teikning úr Skútuöldinni.
Skip sekkur
Hneykslanleg skipaskoðun
16. þ. m. Var vélskipið Erik E. A. 16 á leið til Þingeyrar
með saltfisksfarm frá Arnarstapa (undir Jökli). Þegar skipið var komið á milli
Látrarastar og Patreksfjarðar og var út af Breiðuvík, kom skyndilega leki að
því, og var hann svo mikill, að skipsmenn, sem voru þrír, gátu nauðuglega
bjargað sér í skipsbátinn með lítið eitt af fatnaði sínum. Var hvort tveggja,
að tíminn var naumur, og hitt, að skipsbáturinn var bæði lítill og lekur og gat
ekki borið meira. Lentu skipverjar síðan í Breiðuvík og gekk það vel, þó
töluverður sjór væri. Skipstjóri á skipinu var Halldór Magnússon úr
Hafnarfirði, en vélarmaður Kristján Guðmundsson héðan úr Reykjavík. Þriðji
maðurinn var sunnan úr Sandgerði. Skipið hafði gengið undir skipaskoðun
ríkisins um nýjár, eins og lög mæla fyrir um, og lýsti skipstjóri því yfir í
sjóprófi, að það hefði ekki orðið fyrir neinum Skakkaföllum síðan skoðun fór
fram fyr en það skyndilega sökk. Sýnir þetta, sem fleiri dæmi, að eitthvað
meira en lítið er bogið við skipaeftirlitið, og má svo búið ekki standa lengi,
að sjómenn eigi á hættu fyrir eftirlitsleysi, að skip sökkvi skyndilega í bezta
veðri, því ekki varð veðrinu um kent þarna, þó töluverður sjór væri. Töpuðu
sjómenn þessir meiri hluta af farangri sínum og hefðu týnt lífinu, ef nokkuð
hefði verið að veðri. Sjómannafélögin verða að krefjast þess að fá sjálf að
skipa eftirlitsmenn.
Alþýðublaðið. 25 júní 1931.