31.03.2019 12:59
B. v. Ingólfur Arnarson RE 153. LBMW. Blýantsteikning.
Botnvörpungurinn Ingólfur Arnarson
RE 153 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1912
fyrir Pétur J Thorsteinsson útgerðarmann og Fiskiveiðafélagið Hauk í Reykjavík.
306 brl. 520 ha. 3 þennslu gufuvél. Smíðanúmer 540. Árið 1914-15 mun
Fiskiveiðafélagið Haukur verið skráður eigandi. Skipið var selt franska
flotanum árið 1917. Árið 1923 var skipið selt, S.A. P. Cheries Ostendaises í
Belgíu, hét þar Nebris O 104. Selt 10 apríl 1924, Consolidated Steam Fishing
& Co í Grimsby, hét Nebris GY 84. Nebris stundaði veiðar m.a. við Íslands
og var þekktur landhelgisbrjótur og mun hafa verið tekinn nokkrum sinnum að
ólöglegum veiðum. Togarinn mun hafa verið seldur í brotajárn árið 1936-37.
Þessi blýantsteikning hér að neðan er eftir Elías Pálsson og sýnir þegar
togarinn kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur hinn 19 október árið 1912.
B.v. Ingólfur Arnarson RE 153. Blýantsteikning eftir Elías Pálsson.
B.v. Ingólfur Arnarson RE 153 að landa síld á Akureyri. (C) Hallgrímur Einarsson.
Nýjasti botnvörpungurinn
Botnvörpungurinn Ingólfur Arnarson RE, eign félagsins Haukur
(Pétur J. Thorsteinsson og félagar), kom hingað í morgun. Skipstjóri er Pétur
Bjarnason. Farþegar frá Englandi voru Pétur J. Thorsteinsson og Gunnar
Egilsson.
Ísafold. 19 október 1912.