13.04.2019 08:36

B. v. Otur RE 245. LCJR / TFOD.

Botnvörpungurinn Otur RE 245 var smíðaður í Lehe í Þýskalandi árið 1921 fyrir h.f Otur í Reykjavík. 316 brl. 600 ha. 3 þennslu gufuvél. 21 maí árið 1938 var skipið komið í eigu Útvegsbanka Íslands. Selt 30 desember 1938, Hrafna-flóka hf. í Hafnarfirði, hét Óli Garða GK 190. Talinn ónýtur og seldur í brotajárn árið 1955. Við norðanverðan Fossvoginn má sjá hluta af flaki hans sem kemur vel uppúr á fjöru. Einnig má sjá togspil togarans í Drafnarslippnum í Hafnarfirði.


B.v. Otur RE 245 á toginu.                                                                      (C) Guðbjartur Ásgeirsson. 


B.v. Otur RE 245.                                                                                 (C) Guðbjartur Ásgeirsson.

                  Otur RE 245

"Otur" heitir nýr botnvörpungur, smíðaður í Þýskalandi, sem hingað kom í morgun. Eigendur eru h.f. Otur í Reykjavík.

Vísir. 13 febrúar 1922.


B.v. Óli Garða GK 190 í ólgusjó.                                                                 (C) Guðbjartur Ásgeirsson.


B.v. Óli Garða GK 190. kominn þarna með nýja brú.                             (C) Guðbjartur Ásgeirsson ?

                Nýtt togarafélag

Í Hafnarfirði hefir verið stofnað nýtt togarafélag, er heitir "Hrafna-Flóki". Hefir félag þetta keypt togarann "Otur" af Utvegsbankanum. Togarinn heitir nú "Óli Garða", eftir gömlum og aflasælum sjómanni í Hafnarfirði. Skipstjóri á "Óla Garða" verður Baldvin Halldórsson, er áður var með "Júni". Forstjóri fyrir félaginu "Hrafna-Flóki" verður Ásgeir Stefánsson, sem einnig er forstjóri Bæjarútgerðarinnar.

Ægir. 12 tbl. 1 desember 1938.


Flettingar í dag: 1388
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 4592
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 1354088
Samtals gestir: 88576
Tölur uppfærðar: 2.7.2025 08:39:00