18.04.2019 11:06
Þilskipið Elliði frá Siglufirði.
Þilskipið Elliði er talinn vera fyrsta þilskip Siglfirðinga. Þótti ókostur hvað hann var lítill, en engu að síður stóð hann vel undir sínu alla tíð.
Heimildir:
Skútuöldin. Gils Guðmundsson. 1977.
Siglufjörður. 170 ára verslunarstaður. Myllu-Kobbi. 1988.
Þilskipið Elliði. Mynd úr Skútuöldinni.
Skipströnd
og manntjón
Í norðan hretinu í öndverðum þ. m. fórst eyfirzkt
hákarlaveiðaskip "Draupnir" í Barðsvík á Hornströndum, og týndust menn
allir. Í sama hreti strönduðu og eptir nefnd þilskip á Höfn á Hornströndum:
"Budda", skipstjóri Guðjón
Sigmundsson,
"Síldin", skipstjóri Magnús
Guðbrandsson,
"Lydíana", skipstjóri Þorsteinn Sigurðsson,
"Elliði" skipstjóri Jónas Sigfússon og
"Hermes" , skipstjóri Sölvi Ólafsson.
Menn björguðust þó allir. Af skipum þessum eru þrjú hin fyrst nefndu eign Á.
Ásgeirssonar verzlunar, en hin tvö eyfirzk, og kvað ekki vera vonlaust um, að
takast megi að gera svo að "Síldinni", "Elliða" og "Lydíönu", að
þau verði sjófær. Einn af hvalveiðabátum hr. L. Berg's á Framnesi kvað hafa
sokkið við Langanes (Þórshöfn?), svo að aðeins sjái á möstrin; menn björguðust
þó allir. Þilskip, sem Helgi Andrésson er skipstjóri á, hleypti inn í Ólafsvík,
varð að höggva þar möstur, missti einn mann útbyrðis, er drukknaði, og annar
viðbeinsbrotnaði. Enn er og eitt skip, "Þráinn" , skipstjóri Bjarni Bjarnason.
frá Laugabóli í Arnarfirði, sem ekkert hefir til spurzt, eptir hretið, og ma
því að líkindum telja, að það hafi farizt. Flest önnur fiskiskip héðan að
vestan voru og meira eður minna hætt komin.
Þjóðviljinn ungi. 21 maí 1897.