30.04.2019 09:10
238. Eldborg GK 13. TFAF.
Ný Eldborg GK 13 varð 200 skip Bolsönæs værft
Hin nýju og glæsilegu fiskiskip halda nú stöðugt áfram að
sigla heim og er hér um svo mikla endurnýjun flotans að ræða, að það nálgast
jafnvel eða yfirstígur það átak, sem var kallað á sínum tíma nýsköpun, þegar
glæsllegir nýir togarar komu hingað heim til landsins í hrönnum. Sannleikurinn
er sá, að í sjávarútveginum er nú að verða bylting hvað gerð og stærð
fiskiskipa viðvikur og það að mestu í kyrrþey án þess að menn hafi veitt þessu
verulega athygli. Nær öll hin nýju fiskiskip eru miklu stærri en tíðkazt hefur
fram að þessu, t.d. var Höfrungur III sem heim kom um daginn nærri 300 tonn eða
talsvert stærri en "tappatogararnir" svonefndu og fjöldi annarra báta eru
um 230 tonn eða kringum 200 tonn. Þessi fiskiskip eru öll smíðuð úr stáli og þorri
þeirra í norskum skipasmíðastöðvum, en það var fyrir tæpum tíu árum, sem
bylting varð í norskum skipasmíðum og
flestar stöðvarnar fóru að smíða stálskip í stað tréskipa áður.
Hin miklu skipakaup íslendinga í Noregi hafa orðið til að auðvelda þessum
iðnaði Norðmanna mjög gönguna, en aðeins fá stálskip hafa verið smíðuðu hér á
landi. Í byrjun vikunnar var enn eitt fiskiskip afhent íslenzkum eigendum úti í
Noregi. Var það hinn kunni aflamaður Gunnar Hermannsson í Hafnarfirði, sem fékk
þar í hendur nýtt skip og hefur það sömu einkennisstafi GK-13 og sama heiti,
Eldborg, eins og eldra skip, sem Gunnar hefur verið með. Skipasmíðastöðin sem byggði þetta
nýja 200 tonna skip heitir Bolsönæs Værft og er í bænum Molde. Hún er gamalt
fyrirtæki, sem smíðaði áður tréskip. Frá aldamótum og fram til ársins 1953
hafði hún smíðað 157 tréskip. En þá varð mikil breyting á starfseminni, ákveðið
var að snúa framleiðslunni yfir í stálskip. Fyrsta stálskipinu var lokið 1954
og síðan hefur aldrei orðið lát á framleiðslunni. Megnið af skipunum hefur
verið fiskiskip, en einnig nokkrir dráttarbátar og ísbrjótar. Í fyrstu var
framleiðslan nær eingöngu fyrir heimamarkað, en á síðari árum hefur meirihluti
skipanna verið seldur úr landi. Skipasmíðastöðin getur nú smíðað sjö fiskiskip
á ári. Þegar hin nýja Eldborg var afhent nú í byrjun vikunnar var allmikið um
dýrðir hjá Bolsönæs Værft. Svo vildi til, að Eldborg var 200. skipið, sem
skipasmíðastöðin gerir frá stofnun og auk þess voru nú 10 ár liðin frá því að
stálskipasmíðar hófust. Hélt stöðin upp á þessa áfanga með góðum veizlum.
Eldborgin er sem fyrr segir um 200 tonna skip, 33 metra langt og með 600
hestafla vél. Hún er þannig um 60 tonnum stærri og 6 metrum lengri en eldri
Eldborgin. Hún er fyrst og fremst ætluð til síldveiða, en einnig til
þorsknótaveiða, sem nú er orðin ný veiðiaðferð hér á landi.
Vísir. 16 mars 1964.
238. Albert GK 31. Ljósmyndari óþekktur.
Oddeyrin EA
seld til Stykkishólms
Samherji hf. hefur selt frystitogarann Oddeyrina EA-210 til
Sigurðar Ágústssonar hf. í Stykkishólmi, en togarinn er með búnað til vinnslu
bolfisks og rækju. Togarinn verður afhentur nýjum eigenda innan þriggja vikna
og er hann seldur án kvóta að mestu leyti. Upp í kaupin tekur Samherji hf. 168
tonna bát, Hamrasvan SH 201, og hann verður síðan úreltur. Oddeyrin EA hefur
legið við bryggju á Akureyri um tíma ásamt Hríseyjunni EA-410. Þorsteinn Már
Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf" segir að inniveru Hríseyjarinnar EA
megi rekja til kvótaleysis. Í júnímánuði þarf Samherji hf. að fækka skipum
vegna þess að þá kemur ný Helga RE til landsins, og þá þarf útgerðin að skila
úreldingu á móti kaupunum á Þorsteini EA-810 sem Samherji hf. keypti af útgerð
Helgu RE.
Hvort það verður Hríseyjan EA vildi Þorsteinn Már ekki staðfesta, málið þyrfti
að skoða frekar. Akraberg FD, sem Samherji hf. á með færeyskum aðilum, landaði
hér í síðustu viku og hélt í gærkvöld á úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg og
fer síðan á veiðar í rússneskri landhelgi í lok þessa árs. Í næsta mánuði halda
fleiri togarar Samherja hf. á Reykjaneshrygg, m.a. Baldvin ÞorsteinssonEA-10.
Dagur. 27 mars 1996.
238. Hamrasvanur SH 201. (C) Vigfús Markússon. Brimbarinn.
Skelfiskveiðiskipið Ensis KG 8 í Hollandi árið 2016. (C) Óskar Franz Óskarsson.
Hamrasvanur
SH seldur til Hollands
Vélbáturinn Hamrasvanur SH frá Stykkishólmi er seldur til
Hollands þar sem hann verður gerður út á skelveiðar. Hamrasvanur var smíðaður í
Noregi 1964.
Ægir. 1 ágúst 1996.