04.05.2019 15:48
575. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255. TFCW.
575. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255. (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.
Hrafn
Sveinbjarnarson GK 255
Nýr bátur kom til Grindavíkur frá Danmörku rétt fyrir
áramótin. Heitir báturinn Hrafn Sveinbjarnarson, og er eigandi hans
hlutafélagið Þorbjörn í Grindavík.
Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 á leið inn til Vestmannaeyja. Ljósmyndari óþekktur.
Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 á Siglufirði. (C) Hannes Baldvinsson.
Jóhann Þorkelsson ÁR 24 á strandstað. (C) Morgunblaðið. / RAX.
56 lesta
eikarbátur strandaði við Eyrarbakka
Jóhann Þorkelsson ÁR 24 frá Eyrarbakka, sem er 56 lesta
eikarbátur smíðaður árið 1957, strandaði snemma í gærmorgun á landklöppunum í
miðjum skerjagarðinum utan Eyrarbakka. Fimm menn voru á bátnum og komust þeir
allir klakklaust á gúmbát skipsins í land, en báturinn er talinn ónýtur. Að
sögn Jóhanns Jóhannssonar annars eigenda bátsins var báturinn að koma úr róðri
er hann lenti á klöppunum og taldi hann að báturinn hefði fengið hnút á sig og
þess vegna kastast þarna upp í. Hann sagði ennfremur að menn frá Samábyrgð
hefðu verið á staðnum og dæmt bátinn ónýtan. Hann væri orðinn botnlaus og þvi
hefðu öll tæki úr honum verið flutt í land. Báturinn væri því afskrifaður og að
óvist væri að reynt yrði að ná honum af klöppunum.
Morgunblaðið. 23 júní 1981.