07.05.2019 07:49

87. Heiðrún ÍS 4. TFQM.

Vélskipið Heiðrún ÍS 4 var smíðuð hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1944 fyrir Hlutafélagið Grím í Borgarnesi. Hét fyrst Hafborg MB 76. Eik. 92 brl. 240 ha. Lister díesel vél. Skipið var endurmælt árið 1947, mældist þá 101 brl. Selt 16 desember 1952, Rún h/f í Bolungarvík, hét Heiðrún ÍS 4. Ný vél (1956) 360 ha. Lister díesel vél. Selt 18 júní 1968, Jóni Magnússyni á Patreksfirði og Hjalta Gíslasyni í Reykjavík, skipið hét Vestri BA 3. Selt 5 febrúar 1972, Árna Sigurðssyni og Reyni Ölverssyni í Keflavík, skipið hét Sólfell GK 62. Talið ónýtt og tekið af skrá 18 desember árið 1973.


Heiðrún ÍS 4 með góðann síldarfarm.                         (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.


Hafborg MB 76 að landa síld á Siglufirði.                                                  Ljósmyndari óþekktur.

                Hafborg MB 76

Nýlega bættist nýtt skip í fiskiflota okkar, nefnilega vélskipið Hafborg MB. 76, smíðað af skipasmíðastöð KEA á Akureyri, en yfirsmiður var Gunnar Jónsson. Eigandi er h.f. Grímur í Borgarnesi, framkvæmdastjóri Friðrik Þórðarson. Skipinu var hleypt af stokkunum hinn 6. maí s.l, þá nærri fullsmíðuðu, og fór reynsluför sína 14. s.m. Stærð þess er sem hér segir:
Brúttó 92.22 rúmlestir.
Undir þilfari 78.08. 
Nettó 37.90.
Lengd 24.90 metrar.
Breidd 5.84. 
Dýpt 2.54. 
Aðalvél skipsins er Lister-Dieselvél, 320 hestöfl, en hjálparvél 8 hestafla vél sömu tegundar. Olíugeymar rúma ca. 10 tonn. Í reynsluferðinni náðist 10.2 sjómílna hraði á klst., með 580 snúningum (mest 600 snúningar), en fullhlaðið á venjulegri ferð (ca. 500 snún.), hefir skipið náð 9.6 sjómílna hraða í góðu veðri. Að smíði er skipið hið vandaðasta að öllu leyti, íbúðum skipverja haganlega komið fyrir, og allur frágangur með afbrigðum snyrtilegur, enda er yfirsmiður skipsins þegar orðinn landskunnur fyrir vandvirkni sína. Skipið hefir þegar farið eina ferð með ísfisk til Englands og reyndist þá ágætis sjóskip undir hleðslu. Fullhlaðið bar það 73 tonn fiskjar með 17.5 tonnum af ís, auk fullra olíugeyma. Skipið mun síðar líklega stunda togveiðar. Skipstjóri skipsins er Kristján Pétursson, áður stýrimaður á v.s. Eldborg, sem er eign sama félags.

Sjómannablaðið Víkingur. 6-7 tbl. 1 júlí 1944.


Heiðrún ÍS 4 á siglingu á sundunum við Reykjavík.                                   Ljósmyndari óþekktur.

       Bolvíkingar auka flota sinn
              Fá tvö ný skip í ár

Bolungarvík 12. jan.
Í gærkvöldi kl. 9 kom til Bolungarvíkur nýtt skip í flota Bolvíkinga. Er það Heiðrún ÍS 4, sem áður hét Hafborg og var frá Borgarnesi. Heiðrún er rúmlega 100 lestir að stærð, búin 240 ha dieselvél. Skipið er byggt á Akureyri árið 1944. Eigendur skipsins er Rún h.f., en framkvæmdastjóri félagsins er Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður. Skipstjóri er Halldór G. Halldórsson. Heiðrún fer á útilegu til veiða með línu einhvern næstu daga. Áhöfnin verður 13 manns á þeim veiðum. Seinni hluta vertíðar er ráðgert, að skipið fari á togveiðar ásamt hinu skipi félagsins, Hugrúnu. Gera Bolvíkingar sér talsverðar vonir um aukna atvinnu með tilkomu hins nýkeypta skips, enda er skipið traust og talið sérstaklega gott togskip og fyllsta traust borið til skipstjóra, áhafnar og alls búnaðar. Allur aflinn verður ísaður og lagður á land til vinnslu í Bolungarvík.
Bolvíkingar hafa nú mikinn hug á að auka flota sinn. Völusteinn h.f., sem Einar Guðfinnsson einnig veitir forstöðu, á nú í smíðum 50 lesta fiskibát í Frederiksund í Danmörku. Verður sá bátur væntanlega tilbúinn snemma í vor, í apríl eða maí. Verður hann aðallega ætlaður tii línuveiða og síldveiða og verður búinn beztu siglingatækjum og fiskileitartækjum, sem völ er á í báta af þessari stærð. I Fréttaritari Mbl. átti stutt viðtal við Einar Guðfinnsson um útgerðarmál Bolungarvíkur í tilefni þessarar aukningar flotans. Taldi Einar, að brína nauðsyn bæri til að kanna nýjar leiðir um skipastærð og veiðiaðferðir frá Bolungarvík. Minnkandi afli línubáta undanfarin ár, gerir nauðsynlegt að sækja lengra og reyna ný veiðitæki. Einkum er okkur nauðsynlegt að auka togveiðar frá Bolungarvík, og eru kaup Heiðrúnar liður í þeirri viðleitni. En stærri spor verður að stíga og afla stærri skipa til togveiða. Telja Bolvíkingar, að 200 lesta togskip, búið öflugri gangvél, og gert með hliðsjón af veðurfari, sjólagi og hafnskipastærð og veiðiaðferðir frá Bolungarvík. Minnkandi afli Hnu báta undanfarin ár, gerir nauðsynlegt að sækja lengra og reyna ný veiðitæki. Einkum er okkur nauðsynlegt að auka togveiðar frá Bolungarvík, og eru kaup Heiðrúnar liður í þeirri viðleitni. En stærri spor verður að stíga og afla stærri skipa til togveiða. Telja Bolvíkingar, að 200 lesta togskip, búið öflugri gangvél, og gert með hlið sjón af veðurfari, sjólagi og hafnarskilyrðum sem sjómenn í Bolungarvík eiga við að búa við veiðar á miðum sínum, hljóti að geta gefið mjög góða raun og aflað mikils hráefnis til vinnslu hér.
Fylgjast Bolvíkingar af miklum áhuga með því, hvernig frumvarpi Sigurðar Bjarnasonar um ríkisábyrgð fyrir 200 lesta togskipi, sem Bolvíkingar keyptu, reiðir af á Alþingi. Telja þeir mjög eðlilegt, að tilraun verði gerð með hentuga stærð togskipa, sem afla aðallega til vinnslu í landi og ekki eru ætluð til að flytja aflann á erlendan markað. En erfitt er að afla fjár til byggingar slíks skips nema aðgerðir rikisvaldsins komi til. E. t. v. væri hægt að fá skip af þessari stærð byggt á Spáni og greiða það með fiski, sem annars gengi illa að selja. Það er næsta takmark okkar að afla slíks skips handa Bolvikingum. Nú í vetur er gerð tilraun með hraðfrystingu rækju í Bolungarvík og vonast menn til, að unnt reynist að fá öruggan markað fyrir þessa vöru, því mikil atvinna er við verkun hennar. Sömuleiðis hefur verið ákveðið, að einn bátur Einars Guðfinnssonar, Særún, 12 lestir, stundi veiðar með þorskanetjum. Tilraun hefur áður verið gerð með þetta veiðarfæri, en þá var almennt aflaleysi, og gaf hún lélegan árangur, og stóð enda stutt. Það má því heita óreynt, hvort þessi veiðiaðferð er vænleg á Vestfjarðamiðum. Formaður á Særúnu er Friðrik Jónsson.  

Morgunblaðið. 13 janúar 1953.

Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30