Vélbáturinn Hrímnir SH 107 var smíðaður í Knippla skipasmíðastöðinni í Kallax í Svíþjóð árið 1946 fyrir Hlutafélagið Elliða í Stykkishólmi. Eik. 51 brl. 170 ha. Polar díesel vél. Seldur 18 janúar 1952, Rún hf í Vestmannaeyjum, hét Hugrún VE 51. Ný vél (1954) 240 ha. GM vél. Seldur 30 maí 1960, Ver hf í Vestmannaeyjum, hét Ver VE 318. Seldur 4 desember 1963, Ver hf á Höfn í Hornafirði, hét þá Ver SF 64. Seldur 5 nóvember 1969, Sigurði Ólafssyni í Vestmannaeyjum, hét Ingólfur VE 216. Ný vél (1973) 335 ha. GM vél. Endurmældur sama ár og mældist 48 brl. Seldur 12 maí 1976, Gísla Þorvaldssyni, Sæmundi Gíslasyni og Jóhanni Gíslasyni í Neskaupstað, hét Gerpir NK 44. Seldur 6 október 1978, Friðrik Friðrikssyni og Sigurði B Karlssyni á Hvammstanga, hét þá Rósa HU 294. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 24 september árið 1986.
876. Hrímnir SH 107 í smíðum í Svíþjóð. (C) Þórólfur Ágústsson.

876. Hugrún VE 51. (C) Tryggvi Sigurðsson.
876. Ingólfur VE 216. (C) Tryggvi Sigurðsson.
Nýr bátur
til Stykkishólms
Á sunnudagsmorgun 30. júní, kom nýr bátur frá Svíþjóð til
Stykkishólms. Eigendur hans eru hlutafjelagið Elliði, Stykkishólmi, og er
formaður fjelagsins Ágúst Pálsson, skipstjóri, Stykkishólmi. Bjarni Andrjesson,
skipstjóri frá Reykjavík, sigldi bátnum upp. Var báturinn 7 daga á leiðinni til
Stykkishólms, með viðkomu í Færeyjum. Báturinn er 52 smálestir brúttó, smíðaður
hjá Knippla skipasmíðastöðinni í Kallax í Svíþjóð. Báturinn hefir 170 hesta
vjel og er útbúnaður hans allur hinn vandaðasti. Er ákveðið að hann fari á síld
í sumar, en sökum þess að útbúnað til trollspils vantar enn er gert ráð fyrir
að dragist um 10 daga að báturinn leggi af stað. Nafn bátsins er Hrímnir og
verður hann SH 107.
Morgunblaðið. 3 júlí 1946.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.