20.06.2019 13:39
877. Valur SU 328.
Aðrar heimildir segja bátinn umbyggðan í Mjóafirði árið 1923. Veit ekki hvort er réttara, en ágætt að láta þessar upplýsingar fljóta með.
Mótorbáturinn Valur SU 328 á Mjóafirði. Mennirnir eru frá vinstri talið,: Jóhann Færeyingur, stendur upp við formastrið og Gísli Vilhjálmsson annar eigandi bátsins. Ljósmyndari óþekktur.
Rækjubátur
sökk
Áhöfninni,
tveim, bjargað af öðrum bát
Ísafirði, 2. marz.
Lítill rækjubátur Ver ÍS 108 sökk í Ísafjarðardjúpi í dag. Mannbjörg varð.
Báturinn var staddur nokkuð fyrir innan Arnarnes og var að toga út af Hamrinum,
þegar leki kom að honum. Á bátnum voru tveir menn Ólafur Rósinkarsson og Ægir Ólafsson
og báðu þeir þegar í stað um aðstoð hjá rækjubátnum Hafdísi og kom hann strax
að og tók Ver í tog. Lekinn magnaðist óðum og var innan stundar kominn upp á
miðja vél og yfirgáfu þá þeir félagar bátinn og komust um borð í Hafdísi. Var
Ver hafður áfram í togi og tók skömmu seinna inn á sig sjó og sökk. Á Hafdísi
eru þeir Árni Magnússon og Hjalti Hjaltason.
Morgunblaðið. 3 mars 1967.