23.06.2019 11:19

715. Víðir SU 517.

Mótorbáturinn Víðir SU 517 var smíðaður hjá Frederikssund Skibsværft í Frederikssund í Danmörku árið 1933 fyrir Útgerðarsamvinnufélagið Kakala á Eskifirði. Eik. 18 brl. 60 ha. June Munktell vél. Seldur 1936, Sigurði Magnússyni, Böðvar Jónassyni og Georg Helgasyni á Eskifirði, sama nafn og númer. Seldur 7 september 1945, Jens Lúðvíkssyni á Fáskrúðsfirði, hét Róbert Dan SU 517. Seldur 18 maí 1954, Ólafi G Guðbjörnssyni í Reykjavík, hét þá Óskar RE 283. Ný vél (1955) 150 ha. GM vél, árgerð 1943. Seldur 14 júní 1962, Kjartani Björgvinssyni og fl. á Eskifirði, hét Óskar SU 56. Ný vél (1967) 125 ha. Perkins vél, árgerð 1963. Seldur 6 maí 1968, Gísla Þorvaldssyni í Neskaupstað, hét þá Jakob NK 66. Báturinn var endurbyggður og lengdur í Neskaupstað sama ár, mældist þá 21 brl. Ný vél (1973) 190 ha. Caterpillar vél. Seldur 20 desember 1978, Pétri Sæmundssyni í Keflavík, hét Óli Tóftum KE 1. Seldur 14 janúar 1982, Garðari Garðarssyni í Keflavík og Einari Jónssyni í Njarðvík, hét þá Jón Garðar KE 1. Seldur 17 júlí 1985, Svavari Guðnasyni og Sigmundi Hjálmarssyni í Grundarfirði, hét Guðmundur Ólafsson SH 244. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 3 nóvember árið 1986. Endaði síðan á áramótabrennu í Njarðvík 31 desember árið 1986.

Samvinnufélagsútgerðin Kakali á Eskifirði lét smíða fyrir sig 4 báta. 3 þeirra voru smíðaðir í Frederikssund eftir sömu teikningu. Auk Víðis voru það Reynir SU 518 og Einir SU 520. 4 báturinn, Birkir SU 519, 48 brl var smíðaður í Vestnes í Noregi árið 1933.


Víðir SU 517 í slipp á Eskifirði.                                                                            (C) Helgi Garðarsson.


Víðir SU 517 og Reynir SU 518 að landa síld á Siglufirði.                              Ljósmyndari óþekktur.


715. Jón Garðar KE 1 við bryggju í Keflavík.                               (C) Vigfús Markússon. Brimbarinn.


Víðir SU 517. Líkan Gríms Karlssonar.                                                        (C) Þórhallur S Gjöveraa.

          Samvinnufélagið Kakali

Samvinnufélag til útgerðar hefur nú verið stofnað á Eskifirði, og hefur það fengið ábyrgð ríkissjóðs fyrir láni til skipakaupa og útgerðar. Félag þetta, sem heitir samvinnufélagið Kakali, hefur nú látið smíða 4 báta, og eru 3 af þeim um 19 rúmlestir hver, smíðaðir í Danmörku, en einn, 50-60 smálestir, er smíðaður í Noregi. Bátar þessir komu til Eskifjarðar um áramótin.

Ægir. 1 tbl. 1 janúar 1934.


Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30