29.06.2019 08:41
Eggert Ólafsson GK 385. TFGO.
Eggert Ólafsson GK 385. Heitir Helguvík KE 75, sínu síðasta nafni á þessari mynd. Úr safni mínu.
Fyrstu
Svíþjóðarbátarnir leggja
af stað hingað eftir fáa daga
Samkvæmt fréttum, sem tíðindamaður blaðsins fékk hjá forseta
Fiskifélagsins í gær, munu fyrstu Svíþjóðarbátarnir leggja af stað til Íslands
innan fárra daga, og góðar horfur eru á því, að þeir verði flestir komnir
hingað fyrir síldarvertíð.
í gærmorgun fékk forseti Fiskifélagsins símskeyti frá Svíþjóð, þar sem greint
var frá því, að fyrsti fullsmíðaði báturinn hefði farið reynsluför á
mánudaginn, og hefði hann í alla staði reynst vel. Bátur þessi er 50 rúmlestir
að stærð, og er eigandi hans Þorkell H. Jónsson skipstjóri í Reykjavík o. fl.
Mun báturinn hafa verið afhentur í gærdag. Mun
bátur þessi, ásamt fleiri, sem eru nú um það leytið fullsmíðaðir, leggja af
stað frá Svíþjóð einhvern næstu daga og væntanlega koma hingað um miðjan þennan
mánuð. Eigendur margra bátanna, eða fulltrúar fyrir eigendanna hönd eru komnir
til Svíþióðar fyrir nokkru til að veita bátunum móttöku, og nokkrir fara með
Eldborginni, sem er á förum héðan til Englands og Svíþjóðar. Sagði Davíð
Ólafsson forseti fiskifélagsins, að góðar horfur væru á því, að flestir eða
allir þeir bátar, sem ríkisstjórnin lét semja um smíði á í Svíþjóð, myndu verða
komnir hingað fyrir síldveiðitíma í sumar. En bátar þessir eru eins og áður,
hefur verið sagt frá 45. Hins vegar samdi Reykjavíkurbær, sérstaklega um smíði
báta síðar og munu þeir ekki verða tilbúnir fyrr en í haust.
Bátarnir verða af þremur stærðum, 15 þeirra, verða 50 rúmlestir að stærð. Sjö
80 rúmlesta og 28 eru gefnir upp fyrir að vera 78 rúmlesta, en þeir munu
hinsvegar mælast meira og verður burðarmagn þeirra sennilega um 80 lestir.
Þessir 28 bátar af stærðinni 78 rúmlesta eru smíðaðir eftir teikningum
Þorsteins Daníelssonar skipasmíðameistara, en 50 rúmlesta bátarnir og hinir sjö
80 lesta eru smíðaðir eftir teikningum Bárðar Tómassonar. Bátunum hefur nú
öllum verið ráðstafað, og fara þeir víðsvegar um landið. Reykjavíkurbær hefur
pantað 10 bátanna, og mun bærinn vera búinn að ráðstafa þeim öllum til
einstaklinga, en auk þeirra báta, sem bærinn ráðstafar fara 2 bátar 78 lesta og
einn 50 lesta til einstaklinga í Reykjavík, svo alls koma 13 bátanna til
Reykjavíkur. Til Ísafjarðar fara 5 bátar; fjórir þeirra eru 80 lesta og einn 79
lesta. Til Neskaupstaðar fara 3 bátar, allir 78 lesta. Til Siglufjarðar tveir,
báðir 78 lesta. Til Ólafsfjarðar fara 3 bátar, tveir 50 lesta og einn 78 lesta.
Til Dalvíkur fara tveir 50 lesta bátar, Til Akraness tveir 50 lesta bátar. Til
Eskifjarðar fara tveir 78 lesta bátar. Til Akureyrar fara tveir bátar, annar 87
lesta og hinn 50 lesta. Til Seyðisfjarðar fara tveir bátar, annar 78 lesta,
hinn 80 lesta. Til eftirtaldra staða fer einn bátur á hvern stað, Sauðárkróks,
Þórshafnar, Húsavíkur, Stykkishólms, Vestmannaeyja, Flateyjar á Breiðafirði,
Bolungarvíkur, Hríseyjar, Súðavíkur, Borgarness og Reyðarfjarðar.
Alþýðublaðið. 3 apríl 1946.