30.06.2019 18:29
Bjartur NK 121 fékk á sig brotsjó út af Hælavíkurbjargi.
Það var aðfaranótt 20 janúar árið 1980 að skuttogarinn Bjartur NK 121 frá Neskaupstað var á heimleið af Vestfjarðamiðum að mikill brotsjór skall á bakborðssíðu hans og lagðist togarinn fyrirvaralaust á hliðina og allt lauslegt fór fyrir borð. Sjór komst inn um skorstein og skorsteinshús skipsins niður í vélarúm. Sjór komst þar í rafmagnstöflur með þeim afleiðingum að smur og olíudælur við aðalvél togarans stöðvuðust og þar með aðalvélin líka. Veður var þá hið versta, 10-12 vindstig af norðaustri, haugasjór og blindhríð. Rak togarann stjórnlaust að landi við Hælavíkurbjarg í um 2 klukkustundir, en þá tókst Guðmundi Sigmarssyni vélstjóra að koma vélinni í gang. Átti þá togarinn innan við 3 sjómílur upp í bjargið. Bjartur komst svo hjálparlaust til hafnar á Ísafirði þar sem skemmdir voru kannaðar og það lagfært sem hægt var áður en haldið var heim á leið. Engin slys urðu á skipverjum. Þarna hefði getað farið mun verr ef Guðmundi vélstjóra hefði ekki tekist að koma aðalvélinni í gang. Bjartur bar merki þessa mikla brots lengi á eftir. Þegar staðið var aftan við skorsteinshúsið bakborðsmegin og horft fram eftir skipinu, sást hvað lunningin var illa bogin inn á við, en það var svo lagfært fyrir einum 20 árum síðan. Fallegt skip Bjartur.
1278. Bjartur NK 121. TFNV. (C) Niigata Engineering Co Ltd.
1278. Bjartur NK 121 kemur til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Úr safni áhafnar Bjarts NK.
1278. Bjartur NK 121. TFNV. (C) Niigata Engineering Co Ltd.
1278. Bjartur NK 121 kemur til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Úr safni áhafnar Bjarts NK.
Bjartur NK fékk á sig brotsjó
Rak stjórnlaust að landi
þegar aðalvél stöðvaðist
Komst af eigin rammleik til Ísafjarðar
Skuttogarinn Bjartur NK 121 frá Neskaupstað fékk á sig
brotsjó sl. nótt 5,5 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi. Engin slys urðu á
mönnum, en bakborðsstokkur bognaði inn, björgunarbátur flaut upp og
bjarghringir og annað lauslegt sópaðist fyrir borð. Aðalvél stöðvaðist og rak
togarann stjórnlausan í átt að landi í um það bil tvær klukkustundir. Bjartur
var á heimleið af Vestfjarðamiðum sl. nótt er óhappið varð. Skipstjórinn,
Sveinn Benediktsson, var í brúnni ásamt öðrum stýrimanni og háseta. Veður var
NA 10-12 vindstig, stórsjór og bylur. Brotsjórinn kom á bakborðssíðu togarans
og var aflið svo mikið að togarinn lagðist á stjórnborðshlið, svo mikið að
björgunarbátur, sem geymdur var á stjórnborðsbrúarvængnum slitnaði úr festingum
og blés sig upp. A.m.k. 5 bjarghringir kurluðust í sundur, björgunarbátur á
bakborðsbrúarvæng færðist til í sæti sínu og munaði minnstu að hann færi líka.
Loftventill rifnaði, lausir bobbingar og trollið flutu yfir í stjórnborðssíðu
og 70 tonn af fiski í lest færðust til. Talstöðvar slitnuðu úr sætum sínum og
varð langbylgjustöðin óvirk. Ljóskastarar efst í afturmastri skemmdust og
virðist að þetta eina ólag hafi fært mest allan togarann í kaf. Skipstjóranum
tókst að snúa upp í veðrið, en þá stöðvaðist aðalvélin.
Kallað var út í VHF stöð og beðið um aðstoð og lögðu togararnir Kaldbakur og Arnar af stað til hjálpar. Vélstjóranum, Guðmundi Sigmarssyni, og mönnum hans tókst að finna bilunina, sem varð þegar sjór komst í rafmagnstöflu undir netalest. Við það stöðvuðust dælur fyrir smurolíu og vatn að vélinni og stöðvast hún þá sjálfkrafa. Eftir tveggja tíma rek tókst að koma aðalvélinni aftur í gang og átti skipið þá eftir 3 mílur í Hælavíkurbjargið.
Togarinn kom til Ísafjarðar um 10 leytið í morgun. Hér verður gert við rafmagn og annað sem nauðsynlegt er en skipstjórinn reiknaði með að halda af stað heim seinni partinn í dag og fara þá suður fyrir land. Hann hafði orð á því, að veðurspáin fyrir þetta svæði þegar óhappið varð hafi verið suðvestan gola. Togarinn Bjartur er af minni gerð skuttogara, smíðaður í Japan 1973. Á honum er 16 manna áhöfn.
Kallað var út í VHF stöð og beðið um aðstoð og lögðu togararnir Kaldbakur og Arnar af stað til hjálpar. Vélstjóranum, Guðmundi Sigmarssyni, og mönnum hans tókst að finna bilunina, sem varð þegar sjór komst í rafmagnstöflu undir netalest. Við það stöðvuðust dælur fyrir smurolíu og vatn að vélinni og stöðvast hún þá sjálfkrafa. Eftir tveggja tíma rek tókst að koma aðalvélinni aftur í gang og átti skipið þá eftir 3 mílur í Hælavíkurbjargið.
Togarinn kom til Ísafjarðar um 10 leytið í morgun. Hér verður gert við rafmagn og annað sem nauðsynlegt er en skipstjórinn reiknaði með að halda af stað heim seinni partinn í dag og fara þá suður fyrir land. Hann hafði orð á því, að veðurspáin fyrir þetta svæði þegar óhappið varð hafi verið suðvestan gola. Togarinn Bjartur er af minni gerð skuttogara, smíðaður í Japan 1973. Á honum er 16 manna áhöfn.
Morgunblaðið. 20 janúar 1980.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074537
Samtals gestir: 77497
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 13:24:15