04.07.2019 11:08
1553. Jón Baldvinsson RE 208. TFBI.
Skuttogarinn Jón Baldvinsson RE 208 var smíðaður hjá Estaleiros Navais Shipyard í Viana Do Castelo í Portúgal árið 1980 fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur hf. 493 brl. 2.353 ha. Wichmann vél, 1.730 Kw. 53,45 x 10,52 x 5,25 m. Smíðanúmer 112. Kom fyrst til heimahafnar sinnar Reykjavíkur hinn 24 júní sama ár. Frá 4 mars 1986 er togarinn í eigu Granda hf í Reykjavík. Seldur 17 september 1997, El Golfo í Talcahuano í Chile, fékk nafnið Polaris ll. 2911. Eldur kom upp í togaranum í júlí 2010 þegar hann lá í höfn. Var gerður upp eftir það. Veit ekki betur en að skipið sé enn gert út við strendur Chile í dag.
Jón Baldvinsson RE 208 átti tvö systurskip hér á landi, þau voru; 1536. Júlíus Geirmundsson ÍS 270, (síðar Barði NK 120 frá 1989) og 1552. Már SH 127. (seldur til Rússlands um aldamótin). Már og Jón Baldvinsson voru smíðaðir í Portúgal eftir sömu teikningu og Júlíus, en hann var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1979.
1553. Jón Baldvinsson RE 208 á veiðum. Gullver NS 12 fyrir aftan. (C) Þór Jónsson.
Jón Baldvinsson kom í gær
Nýr skuttogari hefur nú bætzt í skipastól Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Jón Baldvinsson, RE 208 sem keyptur er frá Portúgal. Skipið er 493 brúttólestir að stærð og ber á þriðja hundrað tonn af fiski, ísuðum í kassa. Aðalvél er af Vickmann gerð, 2350 hestöfl með ástengdum rafölum og auk þess eru tvær ljósavélar. Spilin eru svokallaðar splittvindur, sem bæði er hægt að stjórna úr brú og sérstöku stjórnhúsi við skutrennu. Skipið er útbúið fyrir bæði flot- og botntroll og er aðstaða fyrir tvö troll á dekki. Kostnaðarverð skipsins er um tveir og hálfur milljarður á núverandi gengi. Skipstjóri verður Snorri Friðriksson, 1. stýrimaður og 1. vélstjóri Vilberg Normann.
Morgunblaðið. 25 júní 1980.
1553. Jón Baldvinsson RE 208 í Reykjavíkurhöfn. (C) Valdimar Tryggvason.
1553. Jón Baldvinsson RE 208 í Reykjavíkurhöfn. Ljósmyndari óþekktur.
1553. Jón Baldvinsson RE 208. Skipulagsteikning. Mynd úr Ægi.
Jón Baldvinsson RE 208
Nýr skuttogari, m/s Jón Baldvinsson RE-208, bottist við fiskiskipastól landsmanna 24. júní s.l, en þann dag kom hann til heimahafnar sinnar, Reykjavíkur. Jón Baldvinsson RE er smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Estaleiros Navais De Viana Do Castelo, EP í Portugal, og er smíðanúmer 112 hjá stöðinni. Þetta er annað fiskiskipið sem Portugalir smíða fyrir íslendinga, en hið fyrra var skuttogarinn Már SH-127, sem kom til landsins í mai s.l. Samið var um þessi tvö skip í ágúst árið 1978. Jón Baldvinsson RE, sem er systurskip Más SH, er smíðaður eftir norskri teikningu frá fyrirtækinu Ankerlökken Marine A/S, sömu teikningu og skuttogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS, sem var smíðaður í Noregi og kom í júní á s.l. ári. Helztu frávik á smíði og fyrirkomulagi frá Júlíusi Geirmundssyni komu fram í lýsingu á Má SH í 7. tbl. Ægis.
Jón Baldvinsson RE er í eigu Bojarútgerðar Reykjavíkur og er þetta fimmti skuttogarinn í eigu B. Ú. R. en fyrir eru: þrír sponskir skuttogarar af stærri gerð, þ.e. Bjarni Benediktsson, Ingólfur Arnarson og Snorri Sturluson; og Hjörleifur (áður Freyja RE), skuttogari af minni gerð sem keyptur var þriggja ára til landsins. Skipstjóri á Jóni Baldvinssyni RE er Snorri Friðriksson og l.vélstjóri Vilberg Normann. Framkvæmdastjóri útgerðar er Marteinn Jónasson.
Mesta lengd 53.45 m.
Lengd milli lóðlína 47.40 m.
Breidd 10.50 m.
Dýpt að efra þilfari 6.80 m.
Dýpt að neðra þilfari 4.50 m.
Eiginþyngd 859 tonn.
Særými (djúprista 4.45 m) 1297 tonn.
Burðargeta (djúprista 4.45 m) 438 tonn.
Lestarrými 556 m3
Lifrargeymir 11 m3
Brennsluolíugeymar (svartolía) 114 m3
Brennsluolíugeymar (dieselolía) 25 m3
Skiptigeymar (svartolía/sjókjólf.) 37 m3
Sjókjölfestugeymir 6 m3
Ferskvatnsgeymar 78 m3
Andveltigeymar (sjókjölfesta) 32 m3
Ganghraði (reynslusigling) 13.2 sjómílur.
Rúmlestatala 493 brl.
Skipaskrárnúmer 1553.
Ægir. 9 tbl. 1 september 1980.
Polaris ll 2911 á veiðum. (C) Óskar Franz Óskarsson.
Polaris ll 2911 í höfn. (C) Jónleif Joensen.
Jón Baldvinsson til Chile
Grandi hf. hefur selt ísfisktogarann Jón Baldvinsson til Chile og var gengið frá sölunni um miðjan síðasta mánuð. Er kaupandinn fyrirtækið El Golfo í Talcahuano. Sigurbjörn Svavarsson, útgerðarstjóri hjá Granda, sagði, að Jón Baldvinsson hefði verið á veiðum fram undir júlílok en vinnslustopp var hjá Granda í ágúst. Var þá áhöfninni á Jóni og Ottó N. Þorlákssyni sagt upp og varð til ný áhöfn úr þeim báðum. Jón Baldvinsson var seldur fyrir 125 milljónir kr. en skipið verður á botnfiskveiðum, á lýsingi, en það verður afhent nýjum eigendum 24. þessa mánaðar. Munu þeir senda hingað menn en ekki er alveg Ijóst hvort einhverjir íslendingar muni taka þátt í suðursiglingunni.
Morgunblaðið. 7 október 1997.