13.07.2019 09:09
Flosi ÍS 20.
Mótorbáturinn Flosi ÍS 20 var smíðaður í Bolungarvík af Fal Jakobssyni bátasmið árið 1931 fyrir Bjarna Eiríksson útgerðarmann og Bjarna J Fannberg skipstjóra í Bolungarvík. Eik og fura. 7 brl. 20 ha. Hein vél. Seldur árið 1948, Sigurði Sigurjónssyni á Þórshöfn, hét Höfrungur TH 310. Ný vél (1953) 20 ha. June Munktell vél. Seldur 8 júlí 1955, Engilbert Sigurðssyni og Guðmundi Einarssyni í Vestmannaeyjum, hét þá Flosi VE 335. Seldur 26 júní 1956, Sverri Sigurðssyni og Magnúsi Sigurðssyni í Vestmannaeyjum, sama nafn og númer. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 28 janúar árið 1960.

Flosi ÍS 20 á Ísafjarðardjúpi. Ljósmyndari óþekktur.
Flosi ÍS 20 á Ísafjarðardjúpi. Ljósmyndari óþekktur.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 711
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 578
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1996777
Samtals gestir: 94529
Tölur uppfærðar: 8.10.2025 10:17:16