24.07.2019 21:06

1137. Barði NK 120 á toginu.

Skuttogarinn Barði NK 120 var fyrsti skuttogarinn í eigu Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað, annað í röðinni sem bar þetta nafn. Kom hann til heimahafnar, Neskaupstaðar hinn 14 desember árið 1970. Barði NK var smíðaður hjá Ateliers et Chantters de la Manghe í Frakklandi árið 1967. 327,59 brl. 1.200 ha. Deutz vél. Margar sögur hafa verið sagðar um þetta skip. Kristinn Pétursson skipstjóri sagði mér þær margar á árum áður, en hann var þar skipverji sem unglingur á fyrstu árum togarans hér á landi. Þar um borð voru ekki ómerkari menn en t.d. Tolli Mortens og margir fl, og Bubbi bróðir hans samdi lag um "Rosann" á sínum tíma. Barði NK 120 var fallegt skip en barn síns tíma. Hann þætti ekki merkilegur togari í dag, minnir að Kiddi hafi talað um hann sem "rúff". En útgerð hans var eitt af fyrstu skrefum okkar íslendinga að gera út skuttogara. Held að það hafi bara gengið vel og framar öllum væntingum sem menn gerðu um þetta skip.


1137. Barði NK 120 á toginu.                                                                      Ljósmyndari óþekktur.

      Skuttogari til Neskaupstaðar

Skuttogarinn Barði NK 120 kom til Neskaupstaðar í gærmorgun en togarann keypti Síldarvinnslan hf. þriggja ára frá Frakklandi án siglingatækja fyrir 42 milljónir króna og sagði Ólafur Gunnarsson, frvstj. Síldarvinnslunnar, Morgunblaðinu í gærkvöldi, að kostnaður við togarakaupin væri áætlaður um 50 milljónir króna. Barði er 490 tonn, búinn 1200 hestafla aðalvél og gekk á heimleið 12,5 mílur. Á heiimleiðinmi kom togarinn við í Grimsby og tók þar veiðarfæri og í Stavanger voru settar um borð í nann vélar í síldarniðursuðuverksmiðju, sem Síldarvinnslan hf. er að byggja. Ólafur sagði, að nokkrar lagfæringa yrðu gerðar á togaranum í Neskaupstað en reiknað er með að hann hefji veiðar síðari hluta janúarmánaðar næstkomandi Skipstjóri á Barða er Magni Kristjánsson en alls verður áhöfn 14 manns.
Barði er fjórða skip Síldarvinnslunnar hf., hin  eru : Birtingur NK 119, Bjartur NK 121 og Börkur NK 122. Bjartur hefur verið á veiðum við Suðurland undanfarið en hinir tveir eru nýkomnir heim úr Norðursjó.

Morgunblaðið. 15 desember 1970.


Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30