03.08.2019 19:22

235. Ásþór RE 395. TFVV.

Vélskipið Ásþór RE 395 var smíðaður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1963 fyrir Ísbjörninn hf. í Reykjavík. 193 brl. 495 ha. Lister vél, 365 Kw. Skrokkur skipsins var smíðaður hjá Ankerlökken í Florö í Noregi. Smíðanúmer 73. Skipið var endurmælt árið 1973 og mældist þá 149 brl. Selt 24 júní 1982, Hilmari Magnússyni og Oddi Sæmundssyni í Keflavík, hét Stafnes KE 130. Lengt árið 1988, mældist þá 163 brl. Skipið var selt til Noregs og tekið af skrá 13 október árið 1988. Var breytt í brunnbát þar og hét þá Thorsland. Mun vera ennþá til þar í landi.

Ég veit ekki hvort skipið var lengt hér á landi eða í Noregi.

Heimildir af Ásþóri í Noregi:
Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Óskar Franz Óskarsson.


235. Ásþór RE 395.                                                   (C) Snorri Snorrason.  Úr safni Atla Michelsen.

         Ásþór, nýtt stálskip komið                           til Reykjavíkur

Nýr stálbátur, Ásþór RE-395 bættist í flskiskipaflotann í Reykjavík sl. sunnudag. Ásþór er eign Ísbjarnarins h.f. smíðaður í Noregi og er 193 lestir að stærð. Skipið er útbúið fullkomnustu tækjum og þykir mjög vandað að allri gerð og smíði. Í reynsluferð gekk Ásþór 10 ½  sjómílu á klst., skipstjóri er Þorvaldur S. Árnason. Skipið fer á veiðar með þorskanetum innan tíðar. Ísbjörninn h.f. hefur verið meðal framleiðsluhæstu frystihúsum landsins um langt árabil. Fyrirtækið sjálft á nú 6 báta, en alls munu 14 bátar leggja upp hjá því nú á vertíðinni.

Morgunblaðið. 25 febrúar 1964.


235. Stafnes KE 130 í Vestmannaeyjahöfn.                                                   (C) Tryggvi Sigurðsson.

           Nýtt Stafnes að koma

Aflaskipið Stafnes KE 130 hefur kvatt Keflavík í síðasta sinn og er nú komið til Noregs. Þaðan er svo væntanlegt á næstu dögum eða vikum nýtt skip sem bera mun nafnið Stafnes KE 130. Hið nýja skip mun fara beint á síldveiðar. Eigendur Stafness er samnefnt hlutafélag í Keflavík.

Víkurfréttir 13 október 1988.


Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45