04.08.2019 10:51

1376. Víðir EA 910. TFRD. Mynd á eirplötu.

Þessa mynd rakst ég á af frystitogaranum Víði EA 910 um daginn. Held að það sé eirplata sem myndin er þrykkt eða stungin á, kann bara ekki skil á þessari handavinnu. Víðir EA 910 var smíðaður hjá Komuny Paryskiej í Gdynia í Póllandi árið 1974. Hét fyrst Ver AK 200 og var í eigu útgerðarfélagsins Krossvíkur hf. á Akranesi frá sama ári. 742 brl. 3.000 ha. Sulzer Zgoda vél, 2.208 Kw. Var leigt í apríl 1976 til Landhelgisgæslunnar til gæslustarfa, hét Ver. Hét svo nöfnunum Jón Dan GK 141, í eigu Samherja hf. í Grindavík frá desember 1976. Svo Apríl HF 347, í eigu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar hf. frá janúar 1981. Víðir HF 201, í eigu Hvaleyrar hf. í Hafnarfirði frá maí 1986. Var svo selt 27 desember 1990, Samherja hf. á Akureyri og fékk þá sitt síðasta nafn, Víðir EA 910. Skipið var lengt árið 1991, mældist þá 865 brl. Breytt í frystiskip árið eftir. Selt til Noregs árið 2008. Var svo rifinn í brotajárn í Greena í Danmörku sama ár.


1376. Víðir EA 910 á eirplötu.                                                                    (C) Þórhallur S Gjöveraa.


1376. Ver AK 200 nýsmíðaður í Póllandi árið 1974.                                       Ljósmynd úr safni mínu.


1376. Jón Dan GK 141 á toginu.                                                                    (C) Heiðar Marteinsson.


1376. Apríl HF 347. Innan við Apríl eru 1451. Gyllir ÍS 261 og 1345. Ingólfur Arnarson RE 201. Aftan við Apríl er 1275. Hoffell SU 80.               (C) Vigfús Markússon. Brimbarinn.


1376. Víðir EA 910 í höfn í Noregi.                                                                  (C) Bjarni Baldursson.

                    Ver AK 200

21. júní s.l. kom skuttogarinn Ver AK 200 til heimahafnar í fyrsta sinn. Þetta er 2. skuttogarinn, sem Akurnesingar eignast, en fyrsti skuttogarinn, sem þangað kom, var Krossvík AK 300. Ver AK er eign Krossvíkur h.f., en það fyrirtæki á einnig skuttogarann Krossvík AK. Skuttogarinn Ver AK er smíðaður í Póllandi hjá Gdynia Shipyard og er 4. í röðinni af þeim 5 skuttogurum, sem samið var um smíði á í Póllandi á sínum tíma. Fyrsti skuttogarinn í þessari raðsmíði var Engey RE 1, sem lýst er í 10. tbl. Ægis 1974. Ver AK er að öllu leyti eins og Engey RE, nema hvað hluti af lest skipsins er útbúinn fyrir fiskikassa og í skipinu er ísvél og ísdreifikerfi, sem ekki er í þremur fyrstu. Auk þess er tækjabúnaður í stýrishúsi talsvert frábrugðinn þeim tækjabúnaði, sem er í Engey RE. Ísvél er frá Finsam, gerð FIP-10IM 22S, afköst 10 tonn á sólarhring. Ísvélin er staðsett bakborðsmegin á vinnuþilfari, aftan við matvælageymslur. Ísgeymsla er bakborðsmegin í lest skipsins. Í lest er blásturkerfi til dreyfingar á ísnum. Helztu tæki í stýrishúsi eru:
Ratsjá: Kelvin Hughes, gerð 19/12 CS 64 sml. Ratsjá: Kelvin Hughes, gerð 18/12 X, 64 sml. Miðunarstöð: Taiyo TD-A 120. Loran: Mieco 6811. Loran: Simrad LC, sjálfvirkur Loran C. Gyroáttaviti: Anschiitz. Sjálfstýring: Anschútz. Vegmælir: Jungner Sallog, Sal-24. Dýptarmælir: Simrad EK 38. Dýptarmælir: Simrad EQ. Fisksjá: Simrad CI. Asdik: Simrad SK3. Netsjá: Simrad FB 2 (kapaltæki) með EX sjálfrita og FI "Trálvakt". Örbylgjustöð: Elektromekano SM 63. Veðurkortamóttakari: Taiyo TF-786. Í klefa loftskeytamanns eru öll þau fjarskiptatæki, sem krafist er í skipum yfir 500 brl. Tækin eru frá Elektromekano. Talstöð (fyrir langbylgju og miðbylgju) er hins vegar frá Kelvin Hughes, gerð Pentland Alpha 400 W, S.S.B.
Skipstjóri á Ver AK er Teitur Magnússon og 1. vélstjóri Aðalsteinn Örnólfsson. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Kristján Kristjánsson.
Rúmlestatala 742 brl.
Mesta lengd 60,60 m.
Lengd milli lóðlína 53,00 m.
Breidd 11,30 m.
Dýpt að efra þilfari 7,30 m.
Dýpt að neðra þilfari 5,00 m.
Djúprista (KVL) 4,60 m.
Særými (djúprista 4.85 m) 1542 tonn.
Burðarmagn ( " ) 500 tonn.
Lestarrými 530 m3.
Brennsluolíugeymar 145 m 3.
Brennsluolíu- eða sjókjölfestugeymar 137 m3
Kjölfestugeymar (stafnhylki) .. 14 m3.
Ferskvatnsgeymar 57 m3.
Ganghraði (reynslusigling) ... . 16,2 sjómílur.
Skipaskrárnúmer 1376.

Ægir. 13 tbl. 1 september 1974.


Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30