15.09.2019 18:18

M. b. Ísland EA 383.

Mótorbáturinn Ísland EA 383 var smíðaður af Anton Jónssyni skipasmið á Akureyri árið 1930 fyrir Jörund Jörundsson útgerðarmann í Hrísey. 5 brl. 10 ha. Wichmann vél. Báturinn fórst á Eyjafirði 24 júlí árið 1935. Þrír menn voru á bátnum, Jörundur og tveir synir hans, Sigurður og Þorsteinn. Yngri sonurinn, Þorsteinn fórst.


Ísland EA 383. Mér sýnist þeir vera þarna með hrefnu á síðunni.          Ljósmyndari óþekktur.

                 Bátur sekkur

Í fyrradag var Jörundur Jörundsson í Hrísey, ásamt tveimur sonum sínum, að flytja bein á báti frá Dalvík til Hríseyjar. Á austurleiðinni kom ólag á bátinn og sökk hann. Drukknaði þar yngri drengurinn, Þorsteinn, en Jörundi og eldri syni hans, Sigurði, tókst að halda sér á floti á "lúgunum" úr bátnuni unz þeim varð bjargað.

Íslendingur. 30 tbl. 26 júlí 1935.


Flettingar í dag: 11680
Gestir í dag: 122
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1272822
Samtals gestir: 86455
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 15:49:12