04.10.2019 11:50
1868. Helga María RE 1 ísuð og köruð fyrir næstu veiðiferð.
Ég tók þessar myndir út í Örfirisey í síðustu viku þegar verið var að gera Helgu Maríu klára fyrir næstu veiðiferð. Tók þá fyrst eftir nýu skráningunni, RE 1. Nú er Höfrungur AK kominn upp í slipp, ætli hann sé að fá nýja skráningu ?, veit það einhver. Held að Akurnesingar séu búnir að tapa megninu af sínum fiskveiðiheimildum til Brims, eftir að það tók yfir H.B. Granda hf. Svo núna í vikunni misstu um 60 manns vinnu sína þegar Ísfiskur hætti rekstri. Það eru ekki bjartar horfurnar í atvinnumálum á Skaganum á næstunni.
Það sagði mér maður sem starfar í lönduninni, að þegar Engey RE 1 var seld til Rússlands, að þeir mættu til vinnu sinnar kl 6 um morguninn til að gera skipið klárt fyrir næstu veiðiferð. Engey átti að fara út kl 11 um morguninn. Eftir að þeir voru byrjaðir að kara skipið, þá kom skipun frá stjórn fyrirtækisins að bíða með það. Svo kemur í ljós stuttu síðar að búið er að selja skipið úr landi. Engey lét úr höfn daginn eftir. Þannig gerast kaupin á þessari eyrinni.
Allt er í heiminum hverfult þegar Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims er annarsvegar.

1868. Helga María RE 1 við bryggju í Örfirisey.




Starfsmaður löndunar. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 24 september 2019.
Allt er í heiminum hverfult þegar Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims er annarsvegar.
1868. Helga María RE 1 við bryggju í Örfirisey.
Starfsmaður löndunar. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 24 september 2019.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45