09.10.2019 06:55

2 m. kt. Björn Ólafsson GK 21. LBWJ / OXMN.

Þilskipið Björn Ólafsson GK 21 var smíðaður hjá Henry Morgan Restarick í Bideford á Englandi árið 1884 sem spítalaskip, hét upphaflega Clulow. Eik fura og álmur. 99 brl. 91,2 ft á lengd, 20,3 ft á breidd og djúprista 8,8 ft. Selt haustið 1902, Birni Ólafssyni skipstjóra og útvegsbónda í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi. Fékk þá nafnið Björn Ólafsson en skráningarnúmerið GK 21 kom nokkrum árum síðar. Haustið 1913 eða snemma árs 1914, er skipið komið í eigu Milljónafélagsins (P.J. Thorsteinsson & Co). Skipið var selt haustið 1914, Th. P. Jensen í Hvalba á Suðurey í Færeyjum, sama nafn en skráningarnúmerið TG 575. Selt árið 1921, N. Jacobsen í Glyvrar í Skálafirði í Færeyjum. Seldur 1925-26, D. Danielsen í Söldarfirði í Færeyjum, sama nafn en skráningarnúmer FD 556. Árið 1930 var sett 46 ha. vél í skipið. Selt árið 1932, H.P. Weihe í Söldarfirði, sama nafn og númer. Selt árið 1948, A.V. Banke í Kaupmannahöfn, sama nafn. Ný vél (1949) 119 ha. vél. Selt 1951, K.K.A. Jacobsen í Kaupmannahöfn, hét þá Nudde. Selt 1956, S.A.S. Larsen í Köge í Danmörku, sama nafn. Talið ónýtt og rifið í Köge í Danmörku árið 1957.


Þilskipið Björn Ólafsson FD 556 ex GK 21, sennilega í Færeyingahöfn á Grænlandi. (C) www.vagaskip.dk


Björn Ólafsson FD 556 á veiðum. 22 menn með færið úti.                 (C) www.vagaskip.dk


Bjorn Olafsson af Köbenhavn / Nudde.  (C) Handel & Söfart museet.dk

          Þilskip seld til Færeyja

4 íslenskir kútterar voru í byrjun mánaðarins seldir til Færeyja; voru það skipin »Ragnheiður«, »Björn Ólafsson«, »Greta« og »Sljettanes«. Allt góð skip. Þá fara þau nú að týna tölunni íslensku þilskipin.

Ægir. 11 tbl. 1 nóvember 1914.



Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30